Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 129
B. O. B.:
Nýja árið
HVAÐ ber það í skauti sínu, nýja árið? Ja — „hver veit? Eng-
inn veit“ — eins og Malla Geirs hafði eftir systursyni sínum,
tveggja ára — hann stóð á stól út við glugga, ekki yfrið frið-
ur, en þeim mun spekingslegri, horfði upp, i himinblámann og varð
þetía að orði. „Hverjú spáir þú um stríðið?" spyrja menn hver
annan. Til hvers eru menn annars að eyða kröftum sínuin og tíma
i fánýtar vangaveltur — jafnframt þvi að láta lítt eða ekki hreyfð
knýjandi viðfangsefni, sem velferð sjálfra þeirra og ástvinanna er
stórlega undir komin? Þvi sannast mála er, að þótt margt sé háð
slríðinu og öðru, sem vér fáum ekkert við ráðið, þá erum vér allt
fyrir það vorrar eigin gæfu (eða ógæfu) smiðir. —
Sumir eru svo önnum kafnir af fyrirfram ákveðnum verkum, að
þeir geta tæpast andartak upp úr þeim litið, — verkum, sem girða
fyrir það, að þeir geti sinnt sínum nánustu náungum sem vera ber
eða stundað sjálfa sig á nokkurn hátt (að ekki sé talað um þá, er
telja spil og sport sína „helgustu skyldu“). Vafalaust eru til þær
áhyrgðarstöður, er geri manninum það bæði skylt og hollt að
fórna tíma sinum með þvílíkum hætti. Með styrrjaldarþjóðum eru
margir til þess knúðir, — en það er styrrjaldarástand og annað
ekki. Þegar það er frá dregið, á raunverulega enginn maður með að
vanrækja til lengdar sjálfan sig eða fjölskyldu sína (svo að aðrir
náungar séu ekki nefndir) starfs síns vegna, — nema hann sé bein-
linis að fórna sér fyrir mannfélagið yfirleitt, til að hjálpa þvi til
að finna sjálft sig og hamingjuna í eigin barmi.
Hver maður, sem öðlast hefur þá hamingju að vera gefin ást,
sem þvi nafni er nefnandi, á að sýna þeirri guðagjöf ræktarsemi.
Hann á að stunda hana — beinlínis rækta hana. Ilver, sem á því
láni að fagna, að hafa eignast góðan vin, á að gæta þess með ár-
vekni — og áreynslu, ef svo ber undir — að' ekki grói gras i göt-
unni þeirra á milli.
Hver maður á að gera sér ljóst, að allt, sem lifir, er ræktanlegt,
og að allt mannlíf, sem á vegum nútímasiðmenningar fer á mis við
beina ræktun, fer í órækt. Maður, sem situr við skrifstofuvinnu;
kona, sem vinnur húsverkin; barn, sem bograr yfir skólabókum —
allt fer þetta í órækt --- líkamlega órækt með lánleysisfylgifisk-
um •>— ef ekki e.ru teknar upp beinar ræktunaraðferðir og þeim
beitt af staðfestu. Hver maður þarf þess með að ganga úti, rösk-
legum skrefum, eina klukkustund á dag að minnsta kosti. Hver mað-
ur þarf þess með að sveigja sig og beygja — ef ekki í vinnu, þá i
jörð 327