Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 40
um torræðir eða fullir af velgjulegum uppgerðarhátíð-
leik! Virðisl mér ekki leika á því mikill vafi, að slíkt
mat hókmenntalegra verðmæta sé kotungsarfur frá þvi
þrældómstímabili, þegar menn hoppuðu i hafti örbirgð-
arinnar, með vönd hörmulegrar rel'silöggjafar yfir höfði
sér, tröllriðnir af drísildjöflum vítisóttans, sjáandi drauga
og forvnjur hvarvetna og liafandi það á tilfinning-
unni, að fj'rir allt svonefnt prjál og hverja gamanstund
muudi þeim hefnast margfaldlega — þessa heims og annars.
Þessa þokkalega arfs hefur þá Páll Ólafsson goldið.
Hann rembdist aldrei eins og rjúpan við staurinn, fór
aldrei á manmnót í nýju fötunum keisarans. Hann spott-
aði sjaldan, og jafnvel þeg'ar hann orti svæsnar skammar-
vísur, ])á var, eins og Gunnar Gunnarsson liefur éftir Gisla
bónda í Skógargerði, svo sem þær væru „gerðar meira
í gamni en þar fylgdi hugur máli“. En skopið var Páli
eiginlegt, svo tiltækt, að hann varpaði stundum gliti
þess á hina dökku lind harmanna. Lika var eins og
það væri beinlínis leikur fvrir hánn, þennan sérstæða
töframann? að gera hið hversdagslega og hverjum og ein-
um kunna að uppsprettu dásamlegrar lífsnautnar. Og
þó að liann seildist sjaldan lengra til um form heldur
en hver og einn hagyrðingur, jafnvel þreytti minna rím-
þrautir en flestir þeirra, þá tókst honum að töfra úr
strengjum daglegs máls þá tóna, sem efu svo tigni.r i öll-
um sinuni leikandi léttleik, að oft er hlátt áfram vfir
þeim yndisþokki. Iðandi af fjöri hleypti liann Stjörnu
sinni eða Litlu löpj) af sléttum grundum gamans og glettni
inn i hraunklungur eða kargaþýfi alvörunnar, og hún
Litla löpp
„hún er viss með hvergi að linjóta, hvað þá falla,
þótt hún missi þriggja fóta og það í halla“
-— og allt í einil sjáum við hann svo tevgja fákinn úti á
blómguðum sólvöllum tindrandi gleði .... En mér tjáir
ekki að fara i skemmtiför með Páli gamla, ef ég á að
komast minnar leiðar, og þó get ég ekki. látið hjá líða
, 238 jörð