Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 115
mér í bankann. Þakkaði með virktum fyrir mig og fór.
Þaut í skyndi til listmálara, sem ég þekkti að góðu, fékk
hjá honum blóðrauðan lit og skrifaði á auða, hringmynd-
aða flötinn á seðlinum hægra megin, efst á vatnsmerkið í
hringnum en rétt undir númerinu, forna marhnútsnafnið:
Fuðryskill, og þar fyrir neðan latneska nafnið: icelus bi-
cornis, og undir því ártalið: 1939. — Auk þess lánaði list-
málarinn mér 10 krónur. Ég var sloppinn. Og í Lands-
bankann fór marhnútsseðillinn. Gaman væri að vita, hvað
á daga bans hefur drifið síðan, og hvernig bann hefur
revnst hinum ýmsu búsbændum sínum.
Siðan fór ég á staðinn, þar sem fuðryskillinn var fang-
aður. Satt var það, ljótur var hann. En hjá raskinu úr
honum hafði drengurinn gleymt vasahnífnum sínum,
frenmr góðum sjálfskeiðing, með móleitum, báróttum horn-
kinnum, nokkuð slitnu blaði, ástimpluðu: Veiðarfæraverzl-
unin Verðandi.
Síðan hafa liðið þúsund og ein nótt.
Ég hef alltaf baft í buga að skila hnífnum, en hvorki vit-
að nafn drengsins eða lieimilisfang. Hef þó séð honum
bregða fvrir á götu, en ekki getað náð af honum lali, því
hann hefur forðast mig; líklega baldið, að ég ætlaði að
krefja sig einhvers vegna marhnútshappdrættisins. Ég
geymi hnífinn enn„ því ég hef ekki náð til eigandans af
ofangreindum ástæðum.
En nú á dögunum birlu blöðin nafn drengs þessa og
heimilsfang ásamt mynd af honum. Ég þekkti drenginn
af myndinni, en þá var orðið of seint að skila hnífnum.
Hann var skotinn til bana af amerískum varðmanni, rétt
fyrir hádegi síðastliðinn hvítasunnudag.
(Maí 1939—mai 1942).
Jochum Eggertsson,
höf. framanskráðrar sögu, er bróðursonur sr. Matthíasar Jochums-
sonar, og er kunnur af skáldskap og greinum um margvísleg efni,
enda fjölkunnugur. Hann hefur nú í 8 ár gefið út ársritið Jólagjöfin.
313
JORÐ
21