Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 64
um hillinganna. Arabíuhitinn lagði okkur sverði sínu og
varnaði máls.“
Greinin í frásögn Boga er 52 orð. 1 frásögn minni 29
orð. Orðin eru meir en 40% færri. En efnið er hið sama.
Hver er munurinn? 1 fyrri greininni eru setningarnar auð-
sjáanlega þvddar orði til orðs úr Enskunni; litlu eða engu
vikið við. í síðari greininni eru nær tómar aðalsetningar;
Jivert atriði lýsingarinnar tekið sér. Sambandsliðir setn-
inganna taka mikið rúm. Þeir hverfa. Nokkru skiptir einn-
ig, að hér er fært í beina frásögn úr óbeinni, án þess að
efni hreytist: „lagði til okkar sem með brugðnu sverði
væri“ verður „lagði okkur sverði sínu.“ Ég sé víða aftar í
sömu bók, að Bogi Ólafsson á til ágætan stíl, og nær góðum
tökum á málinu, þegar hann sleppir liinni sjálfsögðu venju
kennslustundanna að þýða orðin nákvæmlega, hvert fyrir
sig. Ég efast ekki um það, að flestir Islendingar mundu
heldur kjósa liina styttri frásögn. Ég býst einnig við, að
lýsing Boga sjálfs hefði orðið lienni miklu líkari, ef hann
hefði ritað frá eigin brjósti.
Ég tek þessa setning einmitt vegna þess, að hún er eft-
ir merkan fræðimann. Fjöldi þýðinga frá ómerkari mönn-
um er langt um verri en þetta. Og auðvitað sækir mál-
þvælan engu síður inn i frumsamið mál. Ég tek aðeins
eitt dæmi af þúsund, sem um væri að velja. 1 síðasta árg.
Eimreiðarinnar (1941) stendur þessi setning: „Viðar var
ekki að jafnaði maður, sem sökkti sér niður í draumóra.“
Hér er alveg sama sagan og um þýðinguna, er ég nefndi
áður. Hver maður, sem aðeins liefur íslenzkt tungutak,
mundi hafa orðað setninguna þessu likt: „Viðar féll ekki
í draumóra að jafnaði“; notað aðeins 7 orð i stað 12.
Þannig mætti fylla margar bækur og leiðar, með tilviln-
unum í óþarfa setningaþvælur, sem í senn eru óljósar
í hugsun og Ijótar í eyrum.
HELGI HJÖBVAB hefur í útvarpinu deilt á þann
leiða flaum langra og ljótra nýyrða, sem nú flæðir
inn i málið alveg að óþörfu, þar sem góð og gömul orð
262 jörð