Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 16
Þórleifur Bjarnason:
r
I b/ggðum Laxdæ!u
Fortíð og framtíð
BIFREIÐIN þýtur áfram, smásteinar þvrlast undan
hjólum hennar og skella harkalega á hliðum og rúð-
um. Hún urgar og sogar og ryinur með lieiftfullum
ym, kipjjist til, Iiallast og valtrar, hossast og rambar. Þvkkt
rvkský Jiyrlast upp frá förum lienhar og hvarflar út yfir
grænar sléttur Saurbæjar.
Allt undirlendi hins viðfeðma Saurbæjar er þakið grænu
grasi. Það er eins og drottinn hafi viljað sýna, að hér á ís-
landi gæti hann einnig skajjað gróðurlendi víðra slétta.
Hvað mundu mörg býli geta fengið hér gnægð lands, væri
hinum óravíðu grassléttum gefinn gróðrarmáttur ræktaðr-
ar moldar? Aðalbyggð Saurbæjar skiptist í tvo dali, þá
fram dregur. I dalnum til hægri sést Staðarhóll. Hann lætur
lítið yfir sér úr fjarlægð að sjá, þar sem hann rís í halla
dalhlíðarinnar. Þarna hjó Staðarhóls-Páll, kynlegur kvist-
ur hinnar þrekmiklu Svalharðsættar, ríkur og voldugur
og vildi fyrir engum lilut sinn láta. Hann stóð í málaferl-
um við sjálfan Danakonung og rak réttar síns gegn honum
úti í Danmörku. Þar heilsaði hann sínum herra og fjanda
með því að krjúpa á annað kné og mæla Jicssum orðum:
Eg lýt hátigninni, en stend á réttinnm! Jafnvel af sæbörðu
basaltskeri Breiðafjarðar heimtaði hann hlýðni og undan-
látssemi, J)egar hann átti i kappáiglingu við óvin sinn.
Háseti hans varaði hánn við skerinu, sem fyrir stafni var,
en Páll svaraði honum:
„Ýtar sigla austur um sjá
öldujónum káta.
Skipið er nýtt, en skerið hró,
skal þvi undan láta.“
En skerið var trútt í sinni óbilgirni og braut skij) Páls.
Óvin hans bar að og mælti: „Viltu þiggja lið, Páll bóndi?“
214 • JÖBÐ