Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 63
Jón Sigurðsson á Yztafelli:
Tungan
j Niðurlag.
ILOK fyrri hluta ritsmíðar þessarar, er birtist í síðasta
hefti JARÐAR, gat ég um, að í seinni hluta hennar
mundi ég nefna dæmi um málskemmdir. Skal nú að
því snúið og leita ekki á garðinn þar, sem liann er lægstur,
heldur taka dæmin, sum a. m. k., úr verkum höfunda, er
njóta almenns álits og eiga það vafalaust að ýmsu. Yarp-
ar það gleggra ljósi ár hversu alvárleg sú liætta er, sem að
tungu vorri sækir nú um hríð.
Bogi Ólafsson, vfirkennari, hefur þýtt fyrir Rókaútgáfu
Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins fræga hók eftir F. E.
Lawrence, er i þýðingunni nefnist „Uppreisnin i eyðimörk-
inni.“ Þýðingin hefst með þessum setningum: „Þegar við
að lokum vörpuðum akkerum á ytri höfn Jidda—borgar
útundan hvítum bænum, sem liékk eins og i lausu lofti
milli Ijómandi himinsins og endurspeglunar lians í tí-
bránni, sem fór svífandi yfir hið hreiða hafnarlón, þá
lagði lagði Arabíuhitinn til okkar sem með hrugðnu sverði
væri, svo að við máttum ekki mæla.“
Hér er hvert órð góð Islenzka. En enginn íslendingur,
sem ekki væri gagnsýrður af erlendu málfari, mundi segja
þannig frá, hvorki í ræðu né riti. Aðalhugsunin er marg-
fleyguð. Þess vegna er setningaskipun þvæld og óljós. All-
ar aukasetningar taka með sér hersingu orða, sem „ekk-
erl þýða“, og íslenzkan þarfnast ekki.
Ég hef að gamni minu snúið þessari málsgrein í venju-
legan islenzkan frásagnarstíl, líkan þeim sem ég liygg
að hver óbreyttur almúgamaður hefði notað, ef hann hefði
aldrei fest sér erlent orðaval í munni. Mundi þá máls-
greinin verða eitthvað á þessa leið: „Skipið lagðist á ytri
höfn Jiddaborgar. Tibráin sveif jdir breiðu hafnarlóni og
endurspeglaði ljómandi himininn og hvítan bæinn á öld-
.Tönn 261