Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 77
um hann bjó, hvað þá þegar það var í sambandi við slík-
an stórviðburð sem þenna. Margir urðu að lúta honum,
en hinir flestir tóku hanii sér til fyrirmyndar, þó að eftir-
líkingin tækist misjafnlega.
Nú hermdu allir Sveitarbændur* það eftir Jóhanni á
Brúnastöðum, að hætta að færa frá. En þeir gátu ekki
leikið þá mannrænu eftir honum, að koma fénu frá sér
á vorin. Útkoman varð því sú, að fólkið á bæjunum fjar-
lægðist féð og gaf því miklu minni gaum en áður. Svo
hættu þeir að reka til fjalla, en ráku að eins liver úr sínu
landi og vildu helzt enga skepnu sjá. Að lokum varð þeim
fullerfitt að hirða ullina og marka lömbin — það þótti
illt og leitt verk. Með þessari breytingu var þá lagður nið-
ur sá eini tekjuliður, sem landbúnaðurinn hafði sér til
sjálfstæðrar afkomu. Allt frá landnámstíð er það málnyt-
an og ullin, sem landbúnaðurinn á það að þakka, að hann
um eitt skeið har sitt barr. Ketið var aukaatriði og hefur
aldrei verið og verður aldrei framleitt hér nema með tapi.
Það má nú máski segja, að þetta komi ekki Símoni við.
En þetta var nú aldan, sem skall yfir, þegar hæði hann
og aðrir Svartárdalsfjáreigendur flosnuðu upp. Þetta Gósen-
land, sem áður hafði tryggt þeim sæmilega afkonni með
flæðimjólk á sumrin — auk góðra engja — og ótæmandi
koslabeit á veturna, það hvarf nú allt á einn og sama
háttinn: allt í kvið þessarra ofbeldishjárða úr Sveitinni.
Og þó að eitthvert strá hefði verið eftirskilið, þá var engin
leið að sitja þar búfé innan um allan þann sæg. Það var
einmitt Símon, sem harðist hinni siðustu baráttu, ■— og
sinni siðustu baráttu sem fjárliirðir — í vonlausri vörn,
á meðan hinni fögru og' blómlegu hyggð var að blæða
út. Þessi sníkjudýr voru kölluð geldfé, ]ió að það væri
flest ær með lömbum.
* Stytting úr TungúsVeitar-bændur. Úthluti Lýtingsstaðahrepps
í Skagafirði nefnist Tungusveit (sbr. líka t. d. frásögn sr. Vilhjálms
Briem i jólahefti JARÐAR 1942). Annars er helzt svo að sjá, aftar
í frásögn þessarri, sem orðið Sveitabændur eigi við alla bændur
Héraðsins utan afdala. R i t s t j.
jörð 275