Leiftur - 01.01.1915, Qupperneq 6
4
L E I F T U H
Þó að í rit þetta verði teknar ýmsar vel valdar
sagnir, sem áður hafa hér og þar verið færðar i letur,
þá verður þó reynt að hafa sem mest af nýjum sögn-
um og áður óprentuðum.
Margir skoða allar þjóðsagnir fánýti og heimsku. Til
eru lika þeir, sem fyrirlíta dulrænar sagnir eða jafnvel
liata. Álíta að af þeim leiði hjátrú og spilling í trúar-
efnum og fleiru. Flestir hugsandi menn sjá þó vel, hve
mikið gildi þjóðsagnirnar hal'a fyrir menningarsögu
þjóðarinnar, og þá engu síður fyrir sálarfræðina. l3að
er fróðlegt að athuga, hverjum breytingum trú, hug-
myndir, listsmekkur o. íl. tekur í skáldskap og hug-
sjónum þjóðanna við myndun og meðferð þjóðsagn-
anna. .íónas kveður: »Flúinn er dvergur, dáin hamra-
tröll«, en eins má segja um margt fleira. Tilberarnir
eða gömlu snakkarnir eru einnig dauðir, sömuleiðis
íinngálkn og ófreskjur, skofl'ín og urðarmáni og svo
margt lleira. Enginn á nú orðið Papeyjarbuxur eða
Finnabuxur né viðlika þarfagripi, og mannsýstruna hafa
allir gleymt að hagnýla sér. í3á eru heldur eigi lengur
til jafnskörulegir piltar sem þeir Glámur sálugi, Skelj-
ungur, Klaufi, Þórólfur bægifótur og margir aðrir þeirra
jafnokar. Þorgeirsboli, Húsavíkur-Lalli, Skottur og Mór-
ar og fleiri þesskonar hjú, hafa einnig ílest, að meira
eða minna leyti, gengið sér til húðarinnar. Ætlunar-
verki þeirra er og ilestra lokið, sem var að fylgja viss-
um ættum i 7.—9. lið. Og útlit er fyrir, að engir ætli
að verða til að fylla í skörðin; enda kann nú enginn
lengur að vekja upp draug svo að mynd sé á. Það er
nú svona. »Öllu fer aftur«, sagði karlinn. »Útilegumenn
við Ódáðahraun« eru og horfnir. Huldufólkið virðist
einnig í þann veginn að Jlýja landið. Er það illa farið,
því að margt var þó vel um það sagt. Þá eru og ílestir
galdramennirnir liðnir undir lok. Sumir þeirra voru þó
»karlar í krapinu« og vissu »lengra nefi sinu«.
Lengi hafa fleslir reynt að herja niður alt, sem dul-
rænl virtist. Var það dæml sem »úalandi« hjátrú. En
i