Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 21

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 21
L E I F T U R 19 Eldliiiöttiir'inrí. Sögu Arna prests í’órarinssonar á Stóra-Hrauni. En samkvæmt bendingu frá lionum var leitað umsagnar Ketils bónda Ketils- sonar yngra í Kotvogi, er gaf í sumum atriðutn fyllri og nánari frásögn, sem bætt var inn í aðalsögnina. Sumarið 1886 kom eg að Koívogi í Höfnum til Ketils dbrm. Ketilssonar, er þar bjó þá. Bað eg hann að segja mér sögu af eldhnetti þeim, sem eg hafði heyrt sjó- menn segja frá að hann og íleiri liefðu séð. Var eg austur í Miðfelli í Hreppum í Arnessýslu, þegar eg heyrði söguna fyrst. Ketill varð við þessum tilmælum mínum. Hóf hann þá sögu sina á þessa leið: Eg stundaði refaveiðar á vetrum. Einu sinni var eg að egna fyrir tóur fyrir ofan Kirkjuvogs-lúngarðinn. Þetta var árið 1839. Með mér var Jón Halldórsson frá Kirkjuvogi, er druknaði 1852. Hann var í sömu erinda- gerðum og eg. Þetta var um dagsetursbil. Tungl var í fyllingu og bjart veður. Sá eg þá hvar kom dökkleit Itnoða. Líklist hún mest stórum selsliaus og valt áfram eftir veginum í áttina til okkar. Eg áleit að þetta hlyti að vcra missýning, og liafði því engin orð um hana við förunaut minn. Mér þótti þó einkennilegt að sýnin hvarf ekki, en hnötturinn þaut áfrarn eftir veginum í áttina til okkar. Eg hélt þó áfrain þögninni við föru- naut minn, til að ganga úr skugga um, hvort hin sama sýn bæri eigi fyrir hann. Við gengum samhliða og hélt eg óhikað áfram, þólt eg sæi að hnötturinn stefndi beint á mig. Alt i einu kipti Jón mér til sín og sagði nokkuð höstugt: »Ætlar þú að láta þetta helvíti fara á þig?« »Eg sá það líka, kunningicc, svaraði eg. Hnötturinn liélt svo áfram með sama hraða eftir hinum svonefndu FJötum, er liggja fyrir ofan Ivirkju- vogshverfið, svo lengi að sýn eigi fal. Af samtali okkar varð eg þess þá vís, að Jón hafði séð hnöttinn jafn lengi og eg. 2*

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.