Leiftur - 01.01.1915, Síða 24

Leiftur - 01.01.1915, Síða 24
22 L E I F T U R það var, hafði þau áhrif á konu hans, að hún brjálað- ist. Eftir það lifði hún við fásinnu og eymdarskap. En áður var Kristín talin með efnilegri konum á sinni tíð. Sú saga gekk að Guðna í Merkinesi hefði verið ráð- lagt að íinna Jón stúdent á Bæjarskerjum á Miðnesi. Hann var gáfumaður mikill, en sagt var að forneskja væri í eðli hans og háttum. Hafði hann því orð á sér að vita jafnlangt nefi sínu. Talað var að hann hefði lofað Guðna því, að senda Einari þá sendingu, er kæmi fram hefndum og lækkaði rostann í honum. Sumarið áður en saga eldhnallarins hei’st, var það kunnugt að Guðni reið ósjaldan út að Bæjarskerjum til tals við Jón stúdent. Enginn lcunningsskapur var þó áður þeirra milii, svo vitað yrði. Var því svo almenl trúað að Jón á Bæjarskerjum hafi, eftir heiðni Guðna hónda á Merkinesi, sent til Einars bónda á Skála sendingu til þess að vinna hon- um tjón, og þá helzt með bæjarbruna. Guðni Ólafsson var fæddur 19. sept. 1798, en deyði 19. júní 1846. Svo lýluir sögu Ketils. Ketill dbrm. í Ivotvogi var mikill maður vexti, og hinn vænsti að álili. Hann var trúmaður mikill, vand- aður i öllum háttum og því manna merkastur að allra dómi, sem þeldu. Sjálfur var hann og nokkuð við sög- una riðinn. Nær var hann og kominn frélt um þau Merkineshjón. Vermenn, er fréttirnar háru honum frá Skála, voru og sumir hásetar hans. Þetta alt var þess valdandi, að eg lagði fullan trúnað á frásögn Kelils.

x

Leiftur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.