Leiftur - 01.01.1915, Page 42

Leiftur - 01.01.1915, Page 42
40 L E I F T U R grímssyni á Grimsstöðum frá því, og Sofl’íii systur hans, sem nú er kona mín. Þann 8. sept. næst á eftir veiktist systir mín, Jóna Elisabet Guðnadóttir, i taugaveiki, og dó úr henni 12. okt. 1909. Gat eg ekki fylgt henni til grafar, því að eg lá þá veikur. Hún var heitmey Indriða Indriðasonar. Söngur ;í gamlaársdag 1912. Sögn Guörúnar Ijósmóöur Noröfjörö í Lækjarbug í Hraunhreppi 3 Síðari liluta gamlaársdags 1912 gekk Guðrún Jóns- dóttir á Brúarhrauni út, og heyrði þá söng. Þólti henni röddin afbrigða fögur og þýð. Eigi gat hún gert sér glögga grein fyrir því, hvort það var kvenrödd eða karlmanns. Ekki heyrði hún orðaskil og eigi þekti hún lagið. Gekk hún eítir þetta tvívegis inn og svo út aftur. ÖIl skiflin heyrði hún sönginn þegar hún var úti, en eigi þegar hún var inni. í þriðja sinn fór hún út, og þá heyrði hún hann ekld. í fyrsta og jafnvel annað skiftið brá henni ekki. En þegar hún heyrði sönginn i þriðja sinni, setti að henni mikinn kvíða og ónota- hræðslu. Hélt hún að þetta myndi boða eitlhvað geig- vænlegt fyrir sig, því að eðlilegur söngur gat j)etta alls eigi verið. Áður um daginn druknaði dótlir hennar, Guðriður Hallbjörnsdóltir, í Fáskrúðsá Csbr. Dulrúnir: »Iíross- markið og ljósið« bls. 142). En ekki frétti Guðrún lát hennar fyrr en 2. jan. næst á eftir. Sögu þessa sagði Guðrún á Brúarhrauni mér sjálf.

x

Leiftur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.