Leiftur - 01.01.1915, Page 46
44
LEIFTUR
Ansaði hún því svo: »Jú, liún heíir löngum falleg;
verið«.
Að nokkrum dögum liðnum var eg á gangi niður í
svonefndum Básum í Litla-Hraunslandi. Sá eg þá hvar
jarpskjótta tryppið Gránu stendur eitt og þykir mér það
kynlegt og geng til þess. Sá eg þá hvar Grána liggur
dauð hjá skjótta tryppinu með brúnt liestfolald í burð-
arliðnum.
Engin hross koma í Hraunslöndin nema þau sem
eiga heima þar. Ekkert brúnt hestfolald var framar að
sjá í hrossum okkar á Hraununum þetta vor, enda
þykist eg ekkert skýrara séð hafa en Gránu með brúna
hestfolaldinu sínu vakra. Hvort Grána var dauð, þegar
eg sá hana, eða ekki, er ekki hægt að segja með vissu,
eða brúna folalþið hafi verið missýning eða feigðarboði
hryssunnar.
Eg hef talið mig allglöggva á hross, enda var þetta
engin skyndisjón er eg rak hana að mér virtist langa
leið. En er svona fór, taldi eg vafalaust, að Grána hefði
á þessari stundu, er eg þóttist reka hana, verið dauð
og eg hefði að eins séð svip hennar.
Svipur Mósa.
Sögn Bjarna Valdasonar í Skutulsey.
Vorið 1889 seldi Pórarinn bóndi Fjeldsted á Ökrum
Thor Jénsen í Borgarnesi hest móálóttan að lit. Hafði
Thor kaupmaður hest þennan á Ánabrekku. Þar hafði
hann útibú. Hesturinn hvarf skyndilega frá Ánabrekku
í snjóhreli, er gerði fyrri hluta vetrar, og var ætlað að
hann hefði leitað til fyrri stöðva út að Ökrum.
Um það leyti er Mósi hvarf, komum við þrír á Ökr-
um út um kveld, eg, Jón Sigurðsson, nú bóndi á Ökr-
um, og Eyjólfur Jónsson, þá vinnumaður á Ökrum.
Bjart var úti, því tunglsljós var. Sjáum við þá hvar
Mósi er kominn. Stóð hann á Akrahlaði. Gengum við