Prestafélagsritið - 01.01.1931, Qupperneq 221
prestaféiagsritið. Æskan og köllun hennar.
207
eftir borgaralegu réttlæti og manngæsku, sem oft kemur fram
i fórnarstarfi og þjónustu. Um alla jörð taka þeir ef til vill
meiri þátt i hinum miklu hreyfingum nútimans en nokkuru sinni
hefir áður verið. Einnig birtist mikiS andlegt fjör hjá uppvax-
andi kynslóS. Vér höfum fullan samhug og vilja á þvi aS fást
viS siðferðilegu og trúarlegu vandamálin, er hún stendur and-
spænis í nýrri veröld, þar sem menn gagnrýna og deila um
siðferðilegan mælikvarða og trúarlegar meginreglur. Viljum
vér þar sérstaklega nefna erfiðleikana, sem það veldur mörgum
að samrýma þá skoðun á heiminum, að hann sé ópersónulegur
og efnislegur, við kristilega opinberun, sem þeir þrá að veita
viðtöku, ef þeir geta það í raun og veru.
BæSi ungir og gamlir eiga mjög erfitt með að átta sig á mörg-
um vandamálum nútímans, og virðast þau rísa gegn tilveru Guðs
og undirstöðu alls siðgæðis.
Frá voru sjónarmiði hefir að vísu verið allmikið ofmælt um
„uppreisn æskunnar“, en þó verður við það að kannast, að tals-
verður hluti hennar hefir orðið fráhverfur kirkjunni og öllum
skipulagsbundnum trúarbrögðum.
Vér höfum í rannsókn vorri eingöngu beint athyglinni að
þeim, sem eru á aldrinum frá fjórtán til tuttugu og fimm ára,
og vér erum fullvissir um það, að i öllum löndum heimsins
varðar jafnmiklu vandamálið um æskuna og köllun hennar.
Auk þess sem vér höfum sjálfir komist að raun um, höfum vér
átt viðræður við marga fulltrúa þeirra manna, sem vinna störf
meðal æskulýðsins.
Vér könnumst fúslega við það, að lok heimsstyrjaldarinnar
valda miklu um það ástand, sem nú er. Þróunin eftir strið er
engan veginn harmsefni að öllu leyti. Frelsi undan ofströngum
aga, skynsamlegt sjálfstæði og sjálfstraust, hreinskilinn og ein-
arðlegur félagsskapur pilta og stúlkna, og ný tækifæri fyrir kon-
ur til þess að taka þátt í starfi heimsins — alt þetta á að hjóða
velkomið; en það hefir hættur í för með sér, sem ekki má loka
augunum fyrir. Ný útsýn, er opnast við breyttar aðstæður, getur
leitt til þess — og hefir þegar gjört það að nokkru Ieyti. — að
menn hafni öllum myndugleika og þvi siðgæði, sem talið hefir
verið statt og stöðugt, og skilji við þær meginreglur, sem fé-
lagsleg velferð byggist á, bæði þjóðfélagsins og heimilanna.
Enginn vafi getur leikið á því, að útsýn æskulýðsins yfir
lífið — og ekki útsýn hans eins — myrkvast af vissri tegund
bókmenta og blaðamensku, sem þyrlað er upp og þjónar lægra
eðli mannanna, eyðir hinum göfgari hugsunum um ást og
hjónaband og miðar að því að grafa undan siðgæði í kynferð-