Syrpa - 01.10.1915, Page 52
114
SYRPA, II. HEFTI 1915
Terra Nova (svo hét skip Scotts) í
Lyttleton á Nýjasjálandi, var alt
tekið upp úr skipinu og yfirskoðað,
síðan var öllu raðað niður aftur og
hver hlutur merktur á ný. Umsjón
yfir hessu verki hafði lautinant
Bowers, sem var óþreytandi elju-
maður. Hann kom flutningnum
svo vel fyrir að töluvert rúm varð
afgangs; en þrátt fyrir hað brast
rúm í skipinu. Scott komst að því
síðar að stafnbúar höfðu boðið að
þrengt væri að sér, til þess að meira
rúm fengist fyrir flutning. “Þeir
bjuggust við að liggja í kös og stóð
á sama, hvort þoir höfðu nokkrum
teningsfctum meira eða minna af
rúmi. Beir láta sér ckki alt fyrir
brjósti brenna.”
En samt var mikið af farangri á
þilfarinu, þar á mcðal þrjátfu smá-
lostir af kolum, hálf þriðja smálest
af steinolíu, fóðursekkir, kjöt í ís-
húsinu og þrír sleðar mcð hreyfivél-
um, hver um sig scxtán fet á lengd,
og fjögur og fimm fet á hæð og
breidd. Þeir voru svo vandlega
þaktir með tjörguðum segldúk að
hvergi sá á þeim eftir sjóferðina, þó
að oft gæfi á. Þrjátíu hundar og
nítján hestar frá Síberíu voru í för-
inni. Tilraunir höfðu sannað að
Síberíu hcstarnir voru mjög vel
fallnir til dráttar á ísnum. Um
hundana, sem voru sannarlega fall-
egur hópur, gjörðu allir sér beztu
vonir. I3að var ekki fyr en seint um
veturinn, eftir að þeir höfðu ýmist
reynst vel cða gefið ástæðu til von-
brigða, og eftir nákvæma yfirvegun,
að hópurinn, sem fór alla leið
til lieimskautsins afréð að fara
með þá yfir hina ósléttu jökul-
breiðu upp á licimskautssléttuna.
l>aS er einkennilegur munur á
mönnum og hundum á svo þreyt-
andi og einmanalegu ferðalagi. Til-
breytingarleysið og leiðindin virð-
ast leggjast þyngra á hundana en
erfiðið. Þegar þeir sýndust hafa
inist allan kjark undir áhrifum dag-
leiðarinnar, voru mennirnir þolnir
og horfðu á móti framtíðinni. Þetta,
fyrir utan hið leiðinlega neyðarúr-
ræði að drepa hundana smátt og
smátt í bakaleiðinni, virðist hafa
verið ein af ástæðunum til þess að
treyst var á mannsaflið til dráttar
á síðustu köflum ferðarinnar.
Óhöpp í byrjun.
Óvanaleg óhöpp komu fyrir strax
í byrjun ferðarinnar. Tcrra Nova
sigldi út úr höfninni í Lyttleton 2G.
nóvember 1910. Nýsjálendingar, sem
liöfðu sýnt svo mikla gestrisni og
hjálpfýsi, kvöddu skipið mcð mestu
fagnaðarlátum; og cngu minni voru
fagnaðarlætin þrem dögum síðar í
Port Chalmers, þar sem Scott steig á
skip. Ennþá fleiri skip af öllu tægi,
ef þau annars gátu verið fleiri,
fylgdu Terra Nova úr höfn þar; og
sumir dráttarbátarnir fylgdust með
í fulla tvo klukkutíma. En suður-
hafið er iifið í stormabeltinu á fert-
ugasta breiddarstigi. Skipið hrcptl
illviðri rétt strax, og á þriðja degi
skall á stormur, scm nærri reið þvf
að fullu. Þá var hætt að brosa að
þeim sjóveiku, sem voru að reyna
að bera sig vel, og að ljósmyndar-
anum, sem bar sig eins og lietja, með
áhald til að útfæra myndir með í
annari hendi og vatnsskál í hinni.
í sjávarháska.
Stormurinn skall á kl. fjögur 1.
desember. “Bétt á eftir,” skrifaðl
Scott, “var skipið farið að taka