Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 11
SYRPA
9
pegar leið á veturinn, .tók eg eftir ,því, að frænka mín
var með köfium ekki alveg eins glöð og hress og Ihiún átti að
sér. , Og 'S'tundum varð eg þess var, að hún horfði á Mabel
fast og einikennilega, þegar hún (Mabel) var að tala við ein-
hvern í eldhúsinu eða í borðstofunni. Og frænka mín var
æfinlega um all-langa stund á eftir í mjög djúpum hugsunum,
að því er virtist. Eg spurði hana stundum, hvort hún væri
lasin, eða hvort henni leiddist. En hún brosti þá, og eins
og vaknaði af draumi, og sagði að ekkert gengi að sér. Eg
hafði samt mína hugmynd um það.
En svo bar við eitt laugardagskvöld, að við frænka min
voruim alein í húsinu nokkra stund. Við sátum bæði í eld-
húsinu.
Eg var að iesa kvöldblaðið, en hún var að fægja upp
skeiðar. Og eg varð þess var, við og við, að hún var að
horfa á mig.
“Heyrðu, frændi minn”, sagði hún, þegar eg lagði frá
mér blaðið. “Mig langar til að tala um dálítið við þig, af
því að við erum hér ein.
“Já, frænka mín,” sagði eg; “eg slcal hlusta á það ni 5
eftirtekt. Hvað er það?”
“pað er viðvíkjandi henni Mabel”, sagði frænka mín lágt,
og hún lieit í kringum sig um leið, eins og til að vera viss um,
að Mabel væri þar ekki. “Finst :þér nokkuð undarlegt við
hana?”
“Ekki finsit mér það,” sagði eg. “Hún talar greind-
arlega, og eg held að hún sé góð stúlká. pað er samt ekki
laust við að hún sé dálítið stríðin á stundum og þrætugjörn,
en alt er það græskulaust að mér virðist.”
“Eg veit, að hún er væn og greind stúlka,” sagði frænka
mín, “og hún er sérlega alúðleg og góð við mig, það má hún
eiga. — En virðist þér ekki á stundum eitthvað kynlegt við
fas hennar, rödd hennar og augnaráð hennar?”
“Eg hefi ekki tekið eftir því verulega,” sagði eg. (Mér
var enn ekki ljóst, hvað frænka mín var að fara). “Hún
verður að vísu á stundum ofurlítið æst og áköf, eins og þú
veizt, en eg held að það sé alt saman eðlillegt.”
“Heldurðu ekki að eitthvað gangi að henni — að hún sé
veik? Sérðu ekki, hvað hún er föl og mögur og lystarlítil?
Og tekurðu ekki eftir því, hvað lítið þarf til þess, að hún
gráti ?”
“Eg hefi ekki hugsað neitt út í þetta fyr. Eg sé að hún
er lítil og veikbygð og mjög tilfinninganæm. En eg hefi
aldrei ímyndað mér, að neitt verulegt gengi að henni.”
“En eg get nú sagt þér það, frændi minn, að það eru