Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 29

Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 29
27 SÝRPÁ fæddur þann 17. dag marzmánaðar, árið 1811. Hann var stór vexti, um sex fet á hæð og eftir >ví gildur um bol og þrekinn um herðar. Ef til vill sýndist hann gildvaxnari fyrir þá sök, að hvap mikið var komið á hann, ekki ólíkt vatnsbjúg, og var hann bólginn mjög um fótleggina, en þroti mikill í andlitinu. Hann var ljóshærður, en farinn að hærast ofurlítið, augun blá, ennið fremur hátt með hof- mannavikum, nefið stórt, en vel lagað. Hann hafði slcegg allmikið á vöngum cg höku. Voru kjálkarnir sterklegir og kinnbeinin nokkuð há, en munnurinn sérlega fríður. Á yngri árum hefir han vafalaust verið karlmenni mikið að burðum og kjarkmikill. Hann sagðist vera fæddur norð- ur á íslandi og hafa verið stöðugt í siglingum (sem óbreytt- ur háseti) frá því að hann var um tvítugt, en ihann beið skipbrot skamt frá mynni Nelsons-fljótsins, haustið 1869, og komst með mestu herkjum til Fort Garry rétt áður en vötn frusu. — Hann virtist vera trúmaður á sína vísu, og mun hafa fylgt kenningum mótmælenda. Bar hann sjúkdóm sinn (sem var kvalafullur) með mestu þolinmæði og hug- prýði; kveinkaði hann sér mjög lítið og kvartaði aldrei, en beið dauðans eins og sönn hétja og sannkristinn maður. — Hann kunni ekki frakknesku, en mælti á enska tungu, og yar framburðurinn nokkuð sérkennilegur, sem von var til, þar sem hann var kominn af námskeiði, þegar hann byrjaði að læra það mál. Átti eg oft erfitt með að skilja, hvað hann sagði, sökum framburðar hans, og eins vegna þess, að eg kunni ekki ensku rtt vel. En þó eg talaði bjagaða ensku, var eins og hann skildi hvert einasta orð, sem eg sagði. Af því dreg eg það, að hann hafði verið vel skýr og skilningsgóður, þó hann væri ekki skólagenginn. Ekki hafði herra Berg annað meðferðis en eina litla og gamla leðurtösku, og var vafið um hana snæri, því að læs- ingin var biluð og haldið var slitið af. í tösku þessari var nýr, hvítur ullarnærklæðnaður, tuttugu og fimm smá-arkir af bláum skrif-pappír, lítil stöng af lakki, tveir algengir blý- antar, dálítill kompás, og ein gömul bók í leðurbandi. Bók- in var níu þumlungar á lengd, sjö þumlungar á breidd, og rúmur þumlungur á þykt. í henni voru 308 blöð; var letrið gotneskt og sérlega fallegt, og pappírinn ágætur. Á kjöln- um höfðu eitt sinn verið gyltir stafir, en nú voru þeir að mestu máðir og ólæsilegir. Eftir stóru stöfunum að dæma, sem voru á titil-blaðinu, hét bókin: “Húss-postilla”, og var prentuð í Kaupmannahöfn ihjá S. L. Möller, árið 1829. Herra Berg sagði mér að ibókin væri á íslenzku, og væri í henm prédikanir yfir öll hátíða og .sunnudaga guðspjöll árið um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.