Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 56

Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 56
54 SYRPA VI. Fjársjóðurinn. pannig var hið síðasta bréf, sem Hálfdan skipbrotsmað- ur hafði skrifað. 0g að svo miklu leyti, sem fjársjóðinn snerti, bar því, í öllum höfuð-atriðum, nákvæmlega saman við það bréf, er O’Brian geymdi fyrir Arnór. Að minsta kosti fengum við ekki betur séð. í báðum þessum bréfum var mjög ítarlega sagt frá því, hvar tinkrúsin væri grafin í jörðu, og var því ekki lengur um það atriði að villast. Og síðara bréfið tiltók, þar að auki, hvað gistihúsið hét, og hver eigandi þess hafði verið; og sömuleiðis var það tekið fram, að húsið stæði á Point Douglas, og hvað langt væri frá’. því til vígisins Fort Garry. En þetta voru einmitt þau atriði, sem þótti vanta í fyrra bréfið. Aftur á móti var meira í fyrra bréfinu um William Trent og bróður hans Henry, og eins var þar sagt frá orsökinni, er lá til þess, að fé þetta var grafið í jörðu. pegar við höfðum talað um þetta fram og aftur nokkura stund og komist að þeirri niðurstöðu, að skakka-húsið væri hús það, er bréfin tilgreindu, þá sagði O’Brian, að fyrst að enn væri ekki orðið dimt, væri vel til fallið, að við gengjum út og mældum út þessa vissu vegalengd, sem til var tekin í báðum bréfunum. Og var herra Island þeirri tillögu sam- þykkur. — Um minn vilja í því efni þarf nú ekki að spyrja. — 0g þegar viðkomum út, tók O’Brian úr vasa sínum mæli- snúru og kompás, og var hvorutveggja rækilega notað. Fyrst mældum við út þrjátíu og tvo faðma í þráðbeinni línu í norðvestur frá miðjum norður-stafni skakka-hússins, og settum þar niður dálítinn staur, því að þar var engin eik, eða neitt merki þess, að þar hefði nokkurn tíma verið tré. Og þaðan mældum við svo fimm enskar álnir (yards) í há- austur, og rákum þar niður annan lítinn staur. pá var eftir að vita, hvort við værum nú réttar sextán álnir enskar frá ánni. En því fór fjarri. pví að þegar við mældum þá vega- lengd, sáum við, að tuttugu og níu enskar álnir voru þaðan, sem grasrótin byrjaði fremst á bakkanum, og þangað, sem við höfðum rekið niður síðari staurinn. par að auki var þar ekkert vik eða skarð í bakkann, og ekkert hús sjáanlegt beint á móti á bakkanum hinum megin árinnar, né nokkuð til að merkja um það, að þar hefði nokkurn tíma staðið hús. Aftur á moti var gömul hústótt þar sunnar á bakkanum, en þar var enginn espirunnur nærri. Eins voru tvö eikitré á vestari bakkanum fyrir norðan skakka-húsið, en þau voru um hundr- að faðma frá því og um tíu faðma frá ánni. Um kvöldið, þegar dimt var orðið, fékk O’Brian sér pál-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.