Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 42

Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 42
40 SYRPA það er það, að annar maðurinn, sem flutti hinn sjúka mann frá Fort Garry til klaustursins í Minnesota, hafði heitið Godson. Dettur mér nú í hug, að þetta geti verið sami maðurinn, sem í fyrra var að hjálpa frú Colthart til að fá kafla úr íslenzkubréfi þýddan á ensku. En sá maður er, eins og 'þú veist, tengdabróðir herra Tapmans leynilögreglu- ■þjóns.” — Og 0’ Brian leit einkennilega til mín um leið og hann sagði þetta. ;Nú hugsaði eg til þess, sem við frænka mín höfðum séð og heyrt til Mabel Cameron þá um vorið. Ogl áleit eg alveg rétt, að eg segði honum alla* þá sögu frá upphafi til enda. Enda gjörði eg það. Og hann hlýddi á með sér- lega mikilli eftirtekt. “Mikið er það, hvað þú ert oft þagmælskur, jafn for- vitinn og þú ert, sonur minn góður,” sagði O’Brian, þegar eg hafði sagt honum alt, sem eg vissi um Mabel Cameron. “Hefðirðu sagt mér iþetta strax í vor, þá væri margt komið í Ijós, sem enn er í myrkxunum hulið. En stúlka þessi kom mér svo fyrir sjónir í það eina sinn, sem eg sá hana, að eitt- hvert voða-farg hvíldi á huga hennar. — Er hún enn í skakka- húsinu?” “Já,” sagði eg; “ og það lítur ekkert út fyrir það, að hún ætli sér að flytjast þaðan fyrst um sinn.” “Og að Mkindum verður hún þar á meðan þú verður þar,” sagði O’Brian brosandi. “Hvaða vitleysu ertu nú að fara með, herra O’Brian,” sagði eg. “Eg er eldri en þú, sonur minn. En hvar vinnur stúlk- an?” “Hún vinnur á þvottahúsinu Albion,” svaraði eg. “Einmitt það! — En nú er eg að hugsa um að finna hann herra Godson, eins fljótt og ástæður mínar leyfa. Mig langar til að kynnast manninum og vita, hvernig hann er heim að sækja.” “Veiztu, hvar hann á heima?” spurði eg. “Eg þekki mann, sem veit það. “Mundi sá maður segja þér það?” “Eg held það. — En viltu fara með mér á fund herra Godsons?” sagði O’Brian. “pað vil eg gjarnan,” sagði eg. “En hve nær ætlar þú að fara þangað?” “Á morgun get eg ekki farið þangað,” sagði O’Brian eftir stutta þögn, “en daginn þar á eftir langar mig til að fara. Og ættir þú að vera kominn hingað til mín í síðasta lagi klukkan sjö að kvöldi þess dags.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.