Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 68
66
SYRPA
voru það 20 fimm-hundruð-dala bankaseðlar amerískir, og
utan um þá var vafið litlum bládropóttum vasaklút og bund-
ið um með seglgarni, og innan í strönglinum var miði, og á
honum þessi orð á ensku:
“pessa 20 fimm-hundruð-dala seðla á Henry A. S. Trent,
eða erfingjar hans. Árið 1869 átti nefndur Henry A. S.
Trent heima í húsinu nr. 843 á Oak-stræti í borginni Brook-
lyn í Bandaríkjunum. Eru peningar þessir gjöf frá bróður
hans, William Trent að nafni, er var farmaður og dó á skip-
inu Galahad á Hudsons-flóa, í ágústmánuði 1869, og bað hann
mig (en eg heiti Hálfdan Arnórson Berg) að koma seðlunum
til bróður síns. En litlu síðar fórst skipið Galahad , og komst
eg hingað í haust aðfram kominn af ólæknandi sjúkdómi.
Yeit eg að eg dey á þessum vetri, og gref eg því peninga þessa
í jörðu af ástæðum, er eg mun taka fram í bréfi, sem eg ætla
að skrifa á morgun til systur minnar, frú Kristínar konu
Sigmundar Jóns Sturlusonar á Seyðisfirði á Austurlandi á
íslandi. — H.A.B.”
í krúsinni var bankabók Hálfdanar, og sýndi hún, að
vorið 1869 átti hann á einum bankanum í New York tvö
þúsund og sex hundruð dali. En nú voru seytján ár liðin
síðan, og voru því vextir af því fé orðnir töluverð upphæð.
Og í bankabókina var skrifað á ensku, að sá, er kæmi með
hana til gjaldkera bankans, væri sannur erfingi Hálfdanar
Arnórssonar Bergs. Og hafði hann skrifað nafn sitt undir
það fullum stöfum.
pá er við höfðum athugað þetta með mikilli gaumgæfni
og dáðst að því, hversu vel og vandvirknislega að Hálfdan
hafði gengið frá þessu öllu saman, þá lét Edna seðlana og
bankabókina aftur í krúsina og rétti hana að Arnóri. Hann
setti lokið yfir á ný og rétti að O’Brian og bað hann geyma
fjársjóðinn og koma honum í Canada-peninga. Tók O’Brian
brosandi við krúsinni og stakk henni í vasa sinn, og sagði að
það væri sá stærsti sómi, sem sér hefði verið sýndur um
dagana, að trúa sér, galgopanum, fyrir svo miklu fé. — Að
því búnu veltum við aftur steininum inn í holuna undir hús-
horninu, mokuðum moldinni þar að og gengum svo frá, að
lítil ummerki sáust. Og vann herra Island mest að því.
petta var verulegur hátíðisdagur fyrir okkur öll. Úti
var fegurð og blíða, þó svona væri áliðið hausts, því að hið
svonefnda Indíána-sumar var nýlega gengið í garð, og breiddi
þá, eins og oftar, einhvern ósegjanlega unaðsríkan töfra-
ljóma yfir sléttur og skóga, ár og vötn. Og þó Indíána-
sumarið vari sjaldan lengur en hálfan mánuð, þá er það, og