Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 71

Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 71
SYRPA 69 gömlu, sem um ei* getið í fyrsta þætti þessarar sögu. En þau vildu ekki, að sín væri að öðru getið, en að eins því, er bein- línis snertir leitina. Og hefi eg haft það hugfast. En það er af O’Brian að segja, að hann er enn á lífi— kominn hátt á níræðis-aldur—og á heima í Winnipeg. pað má enn sjá hann ganga eftir Aðalstrætinu, þegar bjart er veður og gott. Hann gengur við kvistótta stafinn, púar i skeggið, og ber sig karlmannlega. Og alt af eru augun hans eins—tindra eins og fægðir demantar—þau eru ávalt ung, eins og hin hreina sál og hið göfuga hjarta þess stór-merki- lega manns. — Ekki eru mörg ár síðan hann hætti að halda í tauma á hestum. Hann var sannur hesta-vinur, og fór vel með allar skepnur. En hann er nú ekki lengur ökumaður. Hann er til húsa hjá syni sínum, efnuðum og mikils-virtum, sem ,kom frá frlandi laust eftir aldamótin síðustu. En langt er nú síðan, að gamli O’Brian varð ekkjumaður. Og hann hefir aldrei verið verulega spaugsamur síðan konan hans dó. Hann unni henni heitt og hjartanlega. — Iíonum þótti líka sérlega vænt um Arnór, og þeir skrifuðust á iðulega. O’Brian sýndi mér oft síðasta bréfið, sem Arnór skrifaði honum. það var skrifað tveimur dögum áður en Arnór dó. Hann var að hvetja O’Brian, eins og oftar, til að koma suður til Brooklyn og dvelja þar einn vetur. Og O’Brian hefði að líkindum þegið boðið og farið þangað að gamni sínu, ef Arnór hefði lifað. — þegar eg lauk við fyrsta þátt þessarar sögu, þá lét eg O’Brian vita um það, og sa,gði eg honum, á hvað eg ætlaði að minnast í hinum þáttunum, og hverju eg ætlaði að sleppa. Hann kvaðst vera því öllu samþykkur, en sagði að það væri gremjulegt, að eg skyldi ekki rita söguna á því máli, sem sannkristinn íri gæti stafað sig fram úr. “En hvað sem öðru líður, sonur minn elskulegur,” sagði hann, “þá forðast þú eins og heitan eldinn, að gjöra úlfalda úr mýflugunni, eða mýflugu úr úlfaldanum, sem er engu betra. Og um fram alla muni, þá hafðu ekkert skálda-mál né annað rósaverk á frásögninni, heldur skaltu halda þér dauða- haldi við sannliekann og segja sögu þína blátt áfram og útúr- dúralaust á máli því, sem alþýðan talar. pað lifir lengst, sem ritað er á tungu alþýðunnar, af því að hún geymir það sjálf. Og alþýðan vill ekkert fimbulfamb, hvorki í frásögn né neinu öðru. Og þess vegna lifir engin saga til lengdar, nema að hún sé sönn og alveg laus við alt útflúr. — Eg þekti rithöfund einn á írlandi—hann var frændi minn—sem skrif- aði ein dómadags kynstur af sögum á skálda-máli. Og allar voru sögurnar um unnustu hans. Hann sagði meðal annars,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.