Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 54
52
SYRPA
mín hin síðustu afdrif. Og vil eg nú enn þá einu sinni lýsa
þeim stöðvum, þar sem eg gróf peningana í jörðu.
Gistihúsið, er eg dvaldi í, heitir The Buffalo (Vísundur-
inn), og stendur það á Rauðárbakkanum á hinum svo-nefnda
Douglas-tanga, og er um hálfa aðra mílu enska frá víginu
Fort Garry. Heitir eigandi hússins McLean, maður af
skozkum ættum, stór vexti og með ör á hægri augabrún. —
Um þrjátíu og tvo faðma fyrir norðvestan gistihúsið stendur
eitt afarstórt eikitré. En réttar fimm enskar álnir (yards)
í beina línu austur frá nefndu tré gróf eg tinkrús þá, er
geymir peninga William Trents og bankabók mína, og eru
sextán álnir enskar þaðan og austur að ánni, eða þangað sem
grasrót byrjar fremst á árbakkanum. Er þar eitt lítið vik
inn í bakkann; og beint þar á móti—en hinum megin við ána
—stendur eitt gamalt bjálkahús í litlum espirunni.
En fari nú svo, að áðurnefnd eik verði meðt öllu horfin,
þá er sonur þinn kemur á þær stöðvar, þá skal hann ganga
þrjátíu og tvo faðma, eða sextíu og fjórar enskar álnir
(yards) í þráðbeina línu til norðvesturs frá miðjum norður-
stafni hússins. Skal hann þá snúa til austurs og stefna
beint á áðurnefnt bjálkahús, er stendur hinum megin árinn-
ar. Og þá er hann hefir farið fimm enskar álnir í þessa átt,
skal hann nema staðar og grafa þar þrjú fet niður. En áður
en hann byrjar að grafa, verður hann að vera viss um það, að
hann sé réttar sextán álnir enskar frá ánni, eða þaðan, sem
grasrót byrjar fremst á árbakkanum. Og verður hann að
hafa það hugfast, að hið fyrnefnda litla vik, eða skarð, sem
er í bakkann, á að vera í þráðbeinni línu við hann og bjálka-
húsið, en þó þannig, að bjálkahúsið sé mitt á milli austurs
og norðausturs frá honum. — Ef sonur þinn hefir alt þetta
hugfast og víkur ekki út frá því í neinu, þá mun það ekki
bregðast, að hann finnur þenna fólgna fjársjóð, svo framt
að hann grafi þrjú fet í jörðu niður á þeim stað, sem eg nú
hefi tilgeint.
Eins og eg hefi margoft á vikið í bréfum mínum til þín,
þá eru í krúsinni einungis þeir 20 fimm-hundruð-dala seðlar,
er hinn frómi vinur minn William Trent bað mig fyrir á deyj-
anda degi, og svo er þar líka bankabók mín, er sýnir að eg á í
einum banka í Nýju-Jórvík tvö þúsund og sex undruð amer-
íska dali. Sömuleiðis hefi eg tekið það fram í nefndum sendi-
bréfum, að seðlunum á Henry A. S. Trent, eða hans erfingj-
ar móttöku að veita. — En af mínum peningum skulu eitt
hundrað og fimtíu dalir borgast til Henry Trents, eða hans
erfingja, fyrir þá ensku gullpeninga, er William Trent fékk
mér, því að eg tók þá í traustataki til minna eigin þarfa, þeg-