Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 94
£2 SYRPk
geðsmununum, en ekki höfö í haldi. Það var venja hennar stund-
um þegar messað var, einkum ef hún vissi að fólk ætlaði að vera
til altaris, >þá greyp hún einhverja flík, sem hendi var næst og hafði
hana á herðunum, labbaði svo út í kirkju, og inn að altari til að
láta útdeila sér með hinu fólkinu. Einhver sóknarmanna færði
])etta í tal við prest, sagði þetta væri sem næst hneyksli í söfnuðin-
um, kvað sig furða að hann skyldi gegna þessum kenjum úr kerl-
ingunni. Séra Sigfús brostí og sagöi: “O-jæja gæzkan mín, eg
get ekki verið að synja henni um þetta, aumingjanum, hana langar
i víntárið, þegar hún veit að verið er að fara með þaö.”
Einhverju sinni kom Þórdís frá næsta bæ, og er hún kom inn
í baðstofuna, varð henni að orði: “Sælt og blessað fólkið alt í
pessu húsi, er hann hérna hann Hofteigs Fúsi.”
Jón hét maður, minnir mig hann væri Guðmundsson og Norð-
lenzkur að uppruna. Hann var lengi hjá séra Sigfúsi, og síðar
á Hvanná hjá Madömu Ingveldi og Sigbyrni syni hennar, og þar
mun hann hafa dáið.
Jón var lítilmenni, en grobbinn, skreytinn og svikull, var mér
sagt, að honum mundi aldrei liafa venið goldið kaup, enda voru
verkin illa af hendi leyst; voru um það ýmsar sögur* á Jökuldal í
minu ungdæmi, var ekki laust við að prestur hefði gaman af að
vita hvað miklu hann skrökvaði og sneypti hann svo í orði eftir á.
Beitarhús frá Hofteigi eru á Jökulsárbakkanum, á milli Hof-
teigs og Hjarðarhaga, og nefnd á “Vikanum”.
Þennan vetur, sem nú skal frá sagt, var Jón Guðmundsson
fjármaður á “Vikanum”, voru þar sauðir prests og eittfhvað af
vænstu geldingunum, meðal þeirra var grá-arnhöfðóttur dilkur, sem
prestskonan eignaði sér, og þótti mjög vænt um.
Einn góðann veðurdag, seinni hlúta vetrar, gengur séra Sig-
fús inn á Vikahús, þá var féð úti og Jón hjá því. Prestur skoðar
hvernig þar sé um gengið, er þess ekki getið fremur, en þegar hann
fer heimleiðis, verður honum litið inn í skot á sauðataðshlaða, sem
]>ar var, þar liggur þá skrokkurinn af Arnhöfða Ingveklar í heilu
lagi, hafði hann drepist úr ólukku einhverntíma um veturinn, eða
farið ofan í. Ekki hafði Jón neinn grun um að prestur hefði
komið á “Vikann”. Líður svo 2 eða 3 dagar, þá um kvöldtíma
gefur prestur sig á tal við Jón, og spyr hann hvernig gemsarnir
hafíst við og geldingarnir. Jóri kvað það alt í bezta standi, þá
held eg hann Arnhöfði hennar Ingveldar minnar sé ekki mjög illa
á sig kominn, segir 'prestur. Jón játti því og lét ekki á neinu bera.
Eftir á sagði prestur við Jón, að bezt mundi fyrir hann að koma
heim með bjórinn af Arnhöfða, því líklega væri nógu lengi búið
að geyma hann i taðskotlinu.
Jón Guðmundsson var ærsmali á sumrin og gekk það heldur
skrikkjótt. Einu sinni sem oftar, vantaði heldur í meira lagi af
ánum. Jón fór að leita, eins og lög gjöra ráð fyrir, en lagði það
fyrir, að láta ærnar, sem vísar voru, fara í sömu átt og vant var.
Leið svo dagur að kvöldi að ekki varð vart við Jón, en ærnar komu
með stigð heim undir á vanalegum mjalta tima. Matur Jóns var
látinn á hillu hjá rúmi hans; og hvarf hann um nóttina. Gekk