Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 94

Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 94
£2 SYRPk geðsmununum, en ekki höfö í haldi. Það var venja hennar stund- um þegar messað var, einkum ef hún vissi að fólk ætlaði að vera til altaris, >þá greyp hún einhverja flík, sem hendi var næst og hafði hana á herðunum, labbaði svo út í kirkju, og inn að altari til að láta útdeila sér með hinu fólkinu. Einhver sóknarmanna færði ])etta í tal við prest, sagði þetta væri sem næst hneyksli í söfnuðin- um, kvað sig furða að hann skyldi gegna þessum kenjum úr kerl- ingunni. Séra Sigfús brostí og sagöi: “O-jæja gæzkan mín, eg get ekki verið að synja henni um þetta, aumingjanum, hana langar i víntárið, þegar hún veit að verið er að fara með þaö.” Einhverju sinni kom Þórdís frá næsta bæ, og er hún kom inn í baðstofuna, varð henni að orði: “Sælt og blessað fólkið alt í pessu húsi, er hann hérna hann Hofteigs Fúsi.” Jón hét maður, minnir mig hann væri Guðmundsson og Norð- lenzkur að uppruna. Hann var lengi hjá séra Sigfúsi, og síðar á Hvanná hjá Madömu Ingveldi og Sigbyrni syni hennar, og þar mun hann hafa dáið. Jón var lítilmenni, en grobbinn, skreytinn og svikull, var mér sagt, að honum mundi aldrei liafa venið goldið kaup, enda voru verkin illa af hendi leyst; voru um það ýmsar sögur* á Jökuldal í minu ungdæmi, var ekki laust við að prestur hefði gaman af að vita hvað miklu hann skrökvaði og sneypti hann svo í orði eftir á. Beitarhús frá Hofteigi eru á Jökulsárbakkanum, á milli Hof- teigs og Hjarðarhaga, og nefnd á “Vikanum”. Þennan vetur, sem nú skal frá sagt, var Jón Guðmundsson fjármaður á “Vikanum”, voru þar sauðir prests og eittfhvað af vænstu geldingunum, meðal þeirra var grá-arnhöfðóttur dilkur, sem prestskonan eignaði sér, og þótti mjög vænt um. Einn góðann veðurdag, seinni hlúta vetrar, gengur séra Sig- fús inn á Vikahús, þá var féð úti og Jón hjá því. Prestur skoðar hvernig þar sé um gengið, er þess ekki getið fremur, en þegar hann fer heimleiðis, verður honum litið inn í skot á sauðataðshlaða, sem ]>ar var, þar liggur þá skrokkurinn af Arnhöfða Ingveklar í heilu lagi, hafði hann drepist úr ólukku einhverntíma um veturinn, eða farið ofan í. Ekki hafði Jón neinn grun um að prestur hefði komið á “Vikann”. Líður svo 2 eða 3 dagar, þá um kvöldtíma gefur prestur sig á tal við Jón, og spyr hann hvernig gemsarnir hafíst við og geldingarnir. Jóri kvað það alt í bezta standi, þá held eg hann Arnhöfði hennar Ingveldar minnar sé ekki mjög illa á sig kominn, segir 'prestur. Jón játti því og lét ekki á neinu bera. Eftir á sagði prestur við Jón, að bezt mundi fyrir hann að koma heim með bjórinn af Arnhöfða, því líklega væri nógu lengi búið að geyma hann i taðskotlinu. Jón Guðmundsson var ærsmali á sumrin og gekk það heldur skrikkjótt. Einu sinni sem oftar, vantaði heldur í meira lagi af ánum. Jón fór að leita, eins og lög gjöra ráð fyrir, en lagði það fyrir, að láta ærnar, sem vísar voru, fara í sömu átt og vant var. Leið svo dagur að kvöldi að ekki varð vart við Jón, en ærnar komu með stigð heim undir á vanalegum mjalta tima. Matur Jóns var látinn á hillu hjá rúmi hans; og hvarf hann um nóttina. Gekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.