Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 17

Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 17
SYRPA 15 veik, og hafði mikið óráð, þegar á daginn leið. pá um kvöldið var sóktur læknir. Hann sagði, að það væri heilahimnubólga, sem að henni gengi, Hún var lengi veik, en var þó aldrei flutt á sjúkrahúsið. Frænka mín stundaði hana sjálf og hjúkraði henni eins og bezta móðir, en fékk stúlku, sem hún þekti, til að matreiða og gjöra húsverkin á meðan . þ>að var komið fram í Júlímánuð, þegar Mabel gat af'tur farið að vinna. En eftir það bar aldrei á því, að hún talaði upp úr svefni, eða gengi sofandi. Henni var auðsjáanlega batnað til fulls. — Á meðan hún var veik, kom enginn til að spyrja um hana nema læknirinn, og hún lét það aldrei í ljós, að hún vildi finna nokkura manneskju. En henni virtist alt af þykja vænna og vænna um frænku mína. Daginn eftir að Mabel veiktist, fór eg inn undir húsið til þess að 'sjá, hvað hún hefði verið að gjöra. Og það var tölu- vert, sem hún hafði gjört. Hún hafði fyrst hreínsað til í norður-endanum á kjallaranum og grafið síðan holu. sem orðin var faðmur á lengd, inn undir norðvestur-hornið á hús- inu. par hafði orðið fyrir henni stór steinn, sem hún var byrjuð að losa. Og alt þetta /hafði hún gjört með dálitlum járnspaða, og hann lá þar, sem hún hafði fleygt honum. Eg lét hann vera þar. Eg vissi, að hann var þar alt sumarið og langt fram á haust. Mabel hefir áreiðanlega aldrei farið undir húsið eftir það. Enginn af borðmönnum frænku minnar fékk nokkurn tíma að vita um þetta atvik. Og eg þorði ekki fyrir mitt líf að segja O’Brian frá því fyr en löngu síðar. En sjálfsagt hefði það verið hyggilegra af mér, að segja honum það undir eins. Eg mátti vita, að honum mundi þykja það athugavert, að stúlka, sem hafði Godsons nafn á vörunum, væri sofandi að leita að huldum fjársjóð undir skakka-húsinu. II. fslendingurinn gangandi. Samkomuhús hins íslenzka Framfarafélags (eða fslend- ingafélags) í Winnipeg var, eins og áður hefir verið sagt, á Jemima -stræti (Elgin Avenue) og 'skamt fyrir vestan Isabel- stræti. pað var heldur fallegt hús, en fremur lítið. Inn við stafninn var all-hár pallur. En til annarar hliðar við hann var dálítil kompa; þar var hitunarvél, og þar voru bollapör, diskar, og ýmsir munir. Frammi í húsinu voru aldrei stólar, en fólkið sat á bekkjum, sem mig minnir að væru baklausir. Uppi á pallinum voru nokkrir stólar, orgel, lítið borð og skáp- ur. Og nokkur saman-vafin tjöld voru þar, sem notuð voru, þegar leikið var. — íslendingum í Winnipeg þótti sérlega vænt um þetta hús. Óvíst er, hvort Gyðingum hefir þótt vænna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.