Syrpa - 01.01.1922, Blaðsíða 58
$6 SYRPA
til að fara þangað með þeim, er kemur hingað frá fslandi tií
að sækja fjársjóðinn.”
“pað veit trúa mín,” sagði O’Brian og eins og vaknaði
af draumi, “að nú fer eg að skilja við hvað iþú átt, herra
Island.—Eg sé, að það getur verið nauðsynlegt, að þessi kona
sé fengin til að koma hingað. Hún kann að geta sagt okkur
eitthvað, sem bregður ljósi yfir þetta mál, svo að okkur
verði unt að leiða það til lykta. lOg á morgun, þegar klukk-
an er tvö eftir hádegi, skal eg vera kominn hingað með konu
þessa, að öllu forfalialausu.”
“Og eg skal vera hingað kominn um sama leyti,” sagði
herra Island ánægjulega. “Eg heyri nú að þú skilur mig.”
pví næsþ kvöddu þeir mig og héldu á stað vestur í
borgina. En eg fór heim í herbergið mitt og heitstrengdi,
að fara ekki til vinnu minnar daginn eftir.
Og næsta dag, þegar klukkan var langt gengin tvö, kom
herra Island í skakka-húsið og hélt á tösku sinni í hendinni.
Og fáum mínútum síðar kom O’Brian. ók hann í leiguvagni
(cab) og sat við hliðina á Madeleine Vanda. Og hefi eg
aldrei séð stimamjúkari mann og hæverskari en O’Brian,
þegar hann var að hjálpa þessari hörunds-dökku konu út úr
vagninum og styðja hana upp stigann, sem lá upp á loftið í
skakka-húsinu.
Madeleine Vanda var að sjá glöð í bragði, og hún var
einkennilega vel búin. Mér fanst hún nú fríðari í sjón að
sjá en síðast, þegar eg sá hana, og að allar hreyfingar hennar
lýsa meiri yndisþokka. — O’Brian gjörði hana kunnuga herra
Island, og sá eg að hún veitti honum all-mikla eftirtekt, eins
og henni findist hún hafa séð hann einhvern tíma áður, en
ekki geta komið því fyrir sig, hvar það hefði verið. — Herra
Island heilsaði henni mjög vingjarnlega og sagðist hafa lengi
þráð að sjá hana. Hún brosti góðlátlega og hneigði sig.
Hún mundi, að hún hafði séð mig áður, og rétti mér hönd
sína. Og hún heilsaði frænku minni alúðlega. — Eg tók
starx eftir því, að hún var sérlega skrafhreyfin og að hún
bar ört á, eins og lítil stúlka, sem er nýkomin heim úr lang-
ferð og hefir margt til að segja systkinum sínum.
“Kannast þú við þetta hús, frú Le Turneau?” sagði
O’Brian, þegar við höfðum setið um stund í borðstofunni.
“Já,” sagði Madeleine Vanda og horfði um herbergið.
“Eg þekki þetta hús mæta vel. pað var einu sinni gistihús
og hét þá: The Buffalo. Og var hér oft mjög gestkvæmt. Og
stofan, sem við erum nú í, var notuð fyrir svefnherbergi, og
voru hér oft jþrjú og fjögur rúm. Og það var hér, í þessari