Syrpa - 01.01.1922, Síða 58

Syrpa - 01.01.1922, Síða 58
$6 SYRPA til að fara þangað með þeim, er kemur hingað frá fslandi tií að sækja fjársjóðinn.” “pað veit trúa mín,” sagði O’Brian og eins og vaknaði af draumi, “að nú fer eg að skilja við hvað iþú átt, herra Island.—Eg sé, að það getur verið nauðsynlegt, að þessi kona sé fengin til að koma hingað. Hún kann að geta sagt okkur eitthvað, sem bregður ljósi yfir þetta mál, svo að okkur verði unt að leiða það til lykta. lOg á morgun, þegar klukk- an er tvö eftir hádegi, skal eg vera kominn hingað með konu þessa, að öllu forfalialausu.” “Og eg skal vera hingað kominn um sama leyti,” sagði herra Island ánægjulega. “Eg heyri nú að þú skilur mig.” pví næsþ kvöddu þeir mig og héldu á stað vestur í borgina. En eg fór heim í herbergið mitt og heitstrengdi, að fara ekki til vinnu minnar daginn eftir. Og næsta dag, þegar klukkan var langt gengin tvö, kom herra Island í skakka-húsið og hélt á tösku sinni í hendinni. Og fáum mínútum síðar kom O’Brian. ók hann í leiguvagni (cab) og sat við hliðina á Madeleine Vanda. Og hefi eg aldrei séð stimamjúkari mann og hæverskari en O’Brian, þegar hann var að hjálpa þessari hörunds-dökku konu út úr vagninum og styðja hana upp stigann, sem lá upp á loftið í skakka-húsinu. Madeleine Vanda var að sjá glöð í bragði, og hún var einkennilega vel búin. Mér fanst hún nú fríðari í sjón að sjá en síðast, þegar eg sá hana, og að allar hreyfingar hennar lýsa meiri yndisþokka. — O’Brian gjörði hana kunnuga herra Island, og sá eg að hún veitti honum all-mikla eftirtekt, eins og henni findist hún hafa séð hann einhvern tíma áður, en ekki geta komið því fyrir sig, hvar það hefði verið. — Herra Island heilsaði henni mjög vingjarnlega og sagðist hafa lengi þráð að sjá hana. Hún brosti góðlátlega og hneigði sig. Hún mundi, að hún hafði séð mig áður, og rétti mér hönd sína. Og hún heilsaði frænku minni alúðlega. — Eg tók starx eftir því, að hún var sérlega skrafhreyfin og að hún bar ört á, eins og lítil stúlka, sem er nýkomin heim úr lang- ferð og hefir margt til að segja systkinum sínum. “Kannast þú við þetta hús, frú Le Turneau?” sagði O’Brian, þegar við höfðum setið um stund í borðstofunni. “Já,” sagði Madeleine Vanda og horfði um herbergið. “Eg þekki þetta hús mæta vel. pað var einu sinni gistihús og hét þá: The Buffalo. Og var hér oft mjög gestkvæmt. Og stofan, sem við erum nú í, var notuð fyrir svefnherbergi, og voru hér oft jþrjú og fjögur rúm. Og það var hér, í þessari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.