Syrpa - 01.01.1922, Page 29

Syrpa - 01.01.1922, Page 29
27 SÝRPÁ fæddur þann 17. dag marzmánaðar, árið 1811. Hann var stór vexti, um sex fet á hæð og eftir >ví gildur um bol og þrekinn um herðar. Ef til vill sýndist hann gildvaxnari fyrir þá sök, að hvap mikið var komið á hann, ekki ólíkt vatnsbjúg, og var hann bólginn mjög um fótleggina, en þroti mikill í andlitinu. Hann var ljóshærður, en farinn að hærast ofurlítið, augun blá, ennið fremur hátt með hof- mannavikum, nefið stórt, en vel lagað. Hann hafði slcegg allmikið á vöngum cg höku. Voru kjálkarnir sterklegir og kinnbeinin nokkuð há, en munnurinn sérlega fríður. Á yngri árum hefir han vafalaust verið karlmenni mikið að burðum og kjarkmikill. Hann sagðist vera fæddur norð- ur á íslandi og hafa verið stöðugt í siglingum (sem óbreytt- ur háseti) frá því að hann var um tvítugt, en ihann beið skipbrot skamt frá mynni Nelsons-fljótsins, haustið 1869, og komst með mestu herkjum til Fort Garry rétt áður en vötn frusu. — Hann virtist vera trúmaður á sína vísu, og mun hafa fylgt kenningum mótmælenda. Bar hann sjúkdóm sinn (sem var kvalafullur) með mestu þolinmæði og hug- prýði; kveinkaði hann sér mjög lítið og kvartaði aldrei, en beið dauðans eins og sönn hétja og sannkristinn maður. — Hann kunni ekki frakknesku, en mælti á enska tungu, og yar framburðurinn nokkuð sérkennilegur, sem von var til, þar sem hann var kominn af námskeiði, þegar hann byrjaði að læra það mál. Átti eg oft erfitt með að skilja, hvað hann sagði, sökum framburðar hans, og eins vegna þess, að eg kunni ekki ensku rtt vel. En þó eg talaði bjagaða ensku, var eins og hann skildi hvert einasta orð, sem eg sagði. Af því dreg eg það, að hann hafði verið vel skýr og skilningsgóður, þó hann væri ekki skólagenginn. Ekki hafði herra Berg annað meðferðis en eina litla og gamla leðurtösku, og var vafið um hana snæri, því að læs- ingin var biluð og haldið var slitið af. í tösku þessari var nýr, hvítur ullarnærklæðnaður, tuttugu og fimm smá-arkir af bláum skrif-pappír, lítil stöng af lakki, tveir algengir blý- antar, dálítill kompás, og ein gömul bók í leðurbandi. Bók- in var níu þumlungar á lengd, sjö þumlungar á breidd, og rúmur þumlungur á þykt. í henni voru 308 blöð; var letrið gotneskt og sérlega fallegt, og pappírinn ágætur. Á kjöln- um höfðu eitt sinn verið gyltir stafir, en nú voru þeir að mestu máðir og ólæsilegir. Eftir stóru stöfunum að dæma, sem voru á titil-blaðinu, hét bókin: “Húss-postilla”, og var prentuð í Kaupmannahöfn ihjá S. L. Möller, árið 1829. Herra Berg sagði mér að ibókin væri á íslenzku, og væri í henm prédikanir yfir öll hátíða og .sunnudaga guðspjöll árið um

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.