Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 19
STAKSTEINAR 111 "verið ráðin kaupakona austan af landi og -átti hún að vera komin í byrjun túna- sláttar. Hún kom ekki í tæka tíð, og þau boð bárust loks að austan, þegar tún var alslegið, að stúlka þessi hefði ekki getað komið og væri ráðin annarstaðar, en af Jví að langt var í milli og engir skrifleg- ir samningar, varð Guðmundur að þola þessa riftun bótalaust. Þetta kom sér mjög illa, því að fólksekla var mikil um sláttinn. Una var æf út af kaupakonu- leysinu, enda hafði hún æfinlega mesta á- Tiuga á búskapnum og hvatti mjög til á- íramhalds. Hún dreif því Guðmund af stað daginn eftir niður í Vog til þess að leita fyrir sér um kaupakonu og lagði ttjög ríkt á við hann að gefast ekki upp fyr en í fulla hnefana, — búskapurinn "væri í veði. Strandferðaskip hafði komið á Voginn daginn áður en Guðmundur kom þangað, og var hann svo stálheppinn að rekast á stúlku, lengst ofan úr Dölum, sem ráðin liafði verið í síldarsöltun á Siglufirði, en hafði ekki þolað það verk vegna sjúk- "dóms í höndum og orðið að hverfa aftur *vo búin. Stúlka þessi, sem hét Vilborg, "Var alveg á flæðiskeri stödd; hafði hún verið tvö sumur áður á Siglufirði og ^kunnað svo mætavel við sig, að hún gat varla til þess hugsað að fara í heyskap. En neyðin kennir naktri konu að spinna, '°g svo snauð var Borga, þegar hún kom úr síldinni, að hún átti ekkert annað en íað, sem hún stóð í. Fleiðrin á höndunum böfðu gróið jafnskjótt sem hún hætti að krafla í síldinni, svo að ekkert var því til fyrirstöðu að hún gæti farið að vinna aftur. Guðmundur bauð dágott kaup, svo að saman gekk með þeim og var hún ráð- m fram undir veturnætur. Unu þótti bóndi sinn hafa vel veitt og tók Borgu hið bezta. Hún reyndist ekki siður en í meðallagi til verka, var raunar í^emur táplítil, en geðgóð og ekki óskörp og vírti það fremur en hitt við húsbænd- urna, að vel var til hennar gert; þurfti t. d. að útvega henni öll vinnuföt, og átti hún að fá þau með góðum kjörum, ef hún. reyndist vel. Svo hagaði til um heyskapinn í Dæld- um, að nokkurt engi var heima við bæ- inn, en sumt fram undir heiði í kringum beitarhúsin. Sjaldan brást þar úthey- skapur, því að ef illa var sprottið heima, var vanalega vel sprottið fram frá, eða þá öfugt; fór það mest eftir snjóalögum síðari hluta vetrar. Þetta sumar voru heimaengjarnar með rýrara móti og varð heyfall enn minna vegna óþurka, en fram frá var víða vel sprottið, því að snjór lá þar lengur fram eftir vori og hlífði fyrir næturfrostum. Reið því öllu meira en vanalega á því að vel tækist til um hey- skapinn þar. Guðmundur hafði áður sof- ið heima á nóttunni, þegar heyjað var framfrá og farið ríðandi á engjarnar, þótt það væri tafsamara, en í þetta sinn stakk Una upp á því að legið væri við í beitarhúsunum, eins og tíðkast hafði í búskap föður hennar; var það ráð tekið til þess að tafir yrðu sem minnstar. Guð- mundur, Borga og vikadrengurinn láu við í beitarhúsunum, en Una sá um bæjar- verkin, færði þeim matinn ríðandi á degi hverjum og gekk að rakstri með Borgu allan miðhluta dagsins. — Stundum hafði Guðmundur stundað silungsveiði í Selja- vatni síðari hluta sumars, haft bátkænu við vatnið og netstúf til að leggja; átti hann nú hægt með að stunda veiðina, þar sem hann héit til í beitarhúsunum og lagði hverja nótt. Heyskapurinn gekk vel fram frá þetta sumar; var bæði dágóð spretta og þægi- legt tíðarfar, svo að hjónin voru mjög á- nægð með heyfenginn. Silungsaflinn varð líka óvanalega mikill, þegar Iagt var hverja nótt, enda var unglingur sá, sem það sumar var í Dældum, ákaflega á-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.