Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 40
132 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Til að byrja með stóð mér þó nokkurn- vegihn á sama um alt þetta; en þegar Barbara Quinton kom frá Lundúnum, þóttist eg þegar sjá, að einnig henni væri ætlað sitt hlutverk, þótt hún sjálf gengi þess dulin. — Eg get ekki sagt neitt um, hver laun voru heitin Carford fyrir dygga þjónustu, en sé maður, sem selur heiður sinn háu verði, að einhverju leyti minni óþokki en hinn, sem lætur hann fyrir nokkra aura, vil eg vona að launin hafi verið góð og eftirsóknarverð. Carford vissi vel um tilfinningar hertogans og hann notaði sér nú konu þá, er hann hafði beðið og sem hann enn leitaði eigin- orðs við. Hann sá um, að hertoginn gæti náð fundum hennar, og stóð sjálfur á verði eins og auðmjúkur þjónn. — Faðir hennar hafði sagt mér, að hann nýlega hefði endurnýjað bónorð sitt til hennar, og að hún nú virtist taka því betur en áð- ur; og samt sem áður styrkti hann allar fyrirætlanir hins ákaflynda unga manns um að ná henni á sitt vald. Eg hefði átt að aðvara hana, það er satt, en ógæfa mín var sú, að hún vildi ekki tala eitt einasta orð við mig. Hún var miklu stoltari gagnvart mér nú, en hún hafði nokkurntíma verið í Lundún- um. Ef til vill hafði hún heyrt um för mína til Nelly í Chelsea. En hvernig sem í því lá, þá virtist eg nú vera fallinn svo í hennar augum, að eg ætti mér engrar viðreisnar von. Eg gat því ekkert gert annað en horft á, þögull og rólegur í því ytra, þegar hertoginn smjaðraði fyrir henni og leitaðist eftir að ná ástum henn- ar, og að Carford hélt bónorði sínu til hennar áfram, þegar hann ekki var í vegi hertogans. Hun var nógu ungæðisleg, eins og stúlkur eru, til þess að finnast til um tilbeiðslu hertogans, og eins og stúlkur eru, var hún blind fyrir hættunni. — Monmouth dró engar dulur á, að hann vonaði að geta fengið hana í vald sitt, þegar hann var með okkur Carford; eg hlustaði á hann án þess að geta litið upp, en Carford var ánægjulegur. »Hún er fagrasta kona í heimi!« hróp- aði hertoginn þá oft, »látum okkur drekka skál hennark Eg varð að hlýða en drakk þegjandi. Carford þar á móti var reglulega listfengur í að skara að glæðunum og eggja ástríður hertogans. Að endingu — það var kveldið áður en von var á hertogaynjunni — mætti eg henni einni. Eg hleypti í mig öllum þeim kjarki, sem eg átti til, og ávarpaði hana og varaði hana við hættunum, sem um- kringdu hana. Hún hló, upp í opið geðið á mér og stríddi mér með því að öll Lund- únaborg þekti, hversu heiðarlegur eg væri, og hefði lengi ekki talað um annað. Þegar eg nefndi nafn hertogans, roðnaði hún og brosti ertnislega. »Haldið þér ekki að eg yrði nógu fín hertogaynja, mr. Dal?« mælti hún. »Ef honum þóknast að gera þig það«, svaraði eg alvarlega og blátt áfram. »Þér móðgið mig!« hrópaði hún og roðnaði enn meir. »Þá geri eg það í fáum orðum, sem hans tign gerir í mörgum«, svaraði eg. Það er enginn vafi á að eg fór mjög heimskulega að, því eg gerði hana fokreiða. Hún brá mér um að eg bæri ekki mikla virðingu fyrir sér — eða hvað héldi eg eiginlega um sig? í hverju stæði ætt hennar að baki ætt önnu Hyde — »sem nú er hertogaynja af York — og sem eg hefi heiðurinn af að þjóna!« sagði hún. »Er það fyrirmynd yðar?« mælti eg. — »En haldið þér að konungur- inn muni taka málstað yðar eins og hann gerði þegar dóttir Clarendons lávarðar átti í hlut?« Hún hristi höfuðið og svar- aði: »Það er ekki víst að hann þyrfti þess«. »Er Carford lávarður samþykkur yður í þessum ráðum?« spurði eg kulda- lega. Þessi spurning kom henni í hálfgerð vandræði. Hún roðnaði aftur, en hún vildi ekki láta neinn bilbug á sér finna. »Car-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.