Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 22
114 NÝJAR KVÖLDVÖKUR vorum að heyja fram frá«. Tungan vöðl- aðist hálfmáttlaus í munni Guðmundar, svo að erfitt var að skilja hann. Una stóð á öndinni af undrun og kvíða- blandinni forvitni. »Fram frá?« »Já, á beitarhúsunum, — þessar næt- ur, — sem strákurinn var sendur heim — með silunginn.------Læknirnn sagði, að Eorga væri----------að það væri áreiðan- legt«. Una stóð á miðju gólfi með hendurnar í síðunum. Hún fetti sig snöggt, gleypti í sig loftið og skellti á lærið. »Ja, nú er eg hissa! Eg er nú svo sem aldeilis hissa! — Á dauða mínum átti eg von-------. Ja, Guðmundur! Hvernig gat þetta viljað til?« »Borga var svo myrkfælin, — það var bara af því hvað Borga var myrkfælin, hún þorði ekki að sofa----------, af þess- ari voðalegu myrkfælnk. »Ja, Guðmundur, — ja, Guðmundur! Hvernig fer þetta?« »Það er voðalegt, Una; — mér þykir svo fyi’ir því, elsku Una. — Borga fer náttúrlega strax á morgun, — það er al- veg sjálfsagt«. »Ja, eg er hissa! — — Farðu nú að hátta. — Það er víst ekki til neins að bjóða þér mat. — Eg fer þá fram með súpuna, en það er bezt að hafa inni bit- ann og mjólkursopann. — Eg er nú bara aldeilis hissak Hún bar fram súpuskálina; nokkur ó- styrkur sást á höndum hennar. Guðmundur háttaði, sneri sér til veggj- ar og lokaði augunum. Hann var svo vinglaður, að hann gat ekki hugsað nokkra heila hugsun. Þetta var það allra — allra versta, sem fyrir gat komið, að hafa reynzt ótrúr annari eins konu og Unu, henni, sem í einlægni sinni og trausti á honum hafði aldrei hugsað um annað en velferð haps og heimilisins. Nú var ekkert líklegra en að hún mundi ekkí fást til að hátta hjá honum, heldur sitja alla nóttina fi-ammi í skála í kuldanum og gráta yfir vonbrigðum sínum og hrös- un hans. Það leið töluvert löng stund; hann var kominn á flugstig með að klæða sig og fara fram til þess að vitja um Unu, en þá kom hún inn aftur. Hún háttaði þegjandi og fór upp í rúmið fyrir ofan hann. Hann þorði ekkert að láta á sér bæra. — Klukkan sló tólf. Una lagðist út af og stundi þungan. Svona var þá komið! Guðmundur hennar var þá ekki betri en þetta, — hann Guð- mundur, aldrei hefði hún trúað þessu um hann. — En svo fór hún að rifja upp minningarnar úr hjónabandi þeirra; allt af hafði hann verið henni góður, aldrei sagt við hana styggðaryrði og látið allt eftir henni, sem hún hafði farið fram á. Því gat hún ekki neitað, að í rauninni væri hann góður maður. — En samt, —- þetta var svo grátlegt. — Klukkan sló hálf eitt. Una teygði sig í rúminu. — Það var þó happasending, þessi Borga, — eða hitt þó heldur! Að hugsa sér að nokkur stúlka skyldi geta verið svona, að troða sér upp á milli hjóna og sundra eindrægni og friði heimilisins. Skelfing gat það verið samvizkulaust! Ja, það var betra að vara sig, eins og fólkið var orðið upp á síð- kastið, — ekkert nema lausalopaskapur- inn. — Og þó var þetta ekkert óalmenni- legt skinn, hún Borga, — svona utan a skoðað að minnsta kosti, og ekki hafði hún reynzt neitt ver en aðrar kaupa- konur. — Klukkan sló eitt. Una lagaði til koddann. — Undarlegt var það um þessi blessuð börn, sem voru að fæðast, og menn ýmist vildu eiga og ekki eiga. Og hvað stoðaði vilji mann- anna í þeim efnum? Sjálf hafði hún eign-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.