Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 31
SÍMON DAL 123 S í rn o n D a I. Saga eftir Anthony Hope. X. KAPITULI. Je viens, tu viens, il vient. Hans tign hertoganum af Monmouth þóknaðist að gera alt, sem hann gerði a þann hátt, að eftir því yrði tekið. Eg var ekki hreinn fábjáni, og er var heldur ekki búinn að vera lengi með hon- um, áður en eg var búinn að taka eftir þessu og sömuleiðis að geta mér til um á- stæðuna. — Eða til þess að segja það blátt áfram og afdráttarlaust, eg þóttist vita, að hann hugsaði sem svo, að því meiri maður sem hann væri í augum þjóðarinnar, því frekar mundi þjóðin muna eftir því, að hann var sonur kon- ungsins og því minna undrandi og óá- nægð, ef forlögin skyldu haga því svo, að hann á sínum tíma settist í hásæti kon- ungs. Þessi ferð okkar til Dover hefði á eng- an hátt þurft að vera sérlega áberandi, því að hertoginn hefði auðveldlega getað verið í fylgd með föður sínum og hertog- anum af York. En ef hann hefði ferðast þannig, hefði ekkert verið tekið eftir hon- um sjálfum sérstaklega, þess vegna tók hann það ráð að ferðast út af fyrir sig með fylgdarmenn sína. — Sjálfur ók hann í vagni, og Carford lávarður, sem nú var stöðugt í návist hans, sat hjá hon- um í vagninum, en við hinir, sem vorum í för með honum, vorum ríðandi. Á leið- inni var glaumur og gleði, og hertoginn var í bezta skapi, því að stöðugt kvað við alt í kringum hann að betra hefði aldrei verið að fylgja neinum konungi frá því fyrst er sögur hófust, var honum það rneira en nóg til þess að vega upp á móti (Framh.). öllum erfiðleikum ferðarinnar á vondum vegum yfir fen og foræði. Eg hafði um ærið nóg að hugsa á leið- inni. Var eg nú farinn að kynnast heim- inum ofurlítið, og hélt því öllum sorgum frá mér. Aðallega braut eg heilann um, hvernig stæði á hinni áköfu vináttu, sem virtist vera komin á milli hertogans og Carfords. — Eg var búinn að veita nægi- lega mörgu athygli til þess að sannfær- ast um, að margir li'tu á Carford sem dul- búinn páfatrúarmann. Það var haft fyrir satt að hertoginn af York hefði leynileg sambönd við hann, og að hann léti vin minn, Darrell, bera ýms boð til Arling- tons lávarðar. Eg undraðist því mjög yf- ir vináttu hans við Monmouth, ekki sízt þegar að ofan á alt annað bættist að mér var nokkurnveginn ljóst, að hann hefði mjög svo eðlilega ástæðu til að vera af- brýðisamur í ástamálum gagnvart her- toganum. — En sá sem á þessum tímum dvaldi við hirðina mátti með engu móti telja neitt ólíklegt af þeirri ástæðu, að öðrum mundi geta fundist það óheiðar- legt. Mér var þegar orðið fullkomlega ljóst, að háttsettir menn þóttust engan- veginn ofgóðir til að koma fram sem blátt áfram njósnarar, og að þeir létu konur sínar óspart framkvæma sömu iðju. Sá, sem ekkert ilt vildi sjá, varð hreint og beint að loka augunum; en eg var alveg ákveðinn í að halda þeim opnum í lengstu lög. Eg þóttist vita, að árvekni gæti kom- ið sér vel fyrir hinn nýja húsbónda minn og ekki síður fyrir annan gamlan vin minn ¦— og jafnvel fyrir sjálfan mig líka, því að þótt Carford væri nú jafnan ofboð 16*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.