Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 49
FRANS FRÁ ASSISI 141 4 af Guði og frelsaranum. Nú vil eg gefa þeim það aftur eins og bezt er.« Þá svaraði Frans: »Þetta er svo vanda- samt mál, að eg treysti mér ekki til að leysa úr því án æðri hjálpar. Spyrjum því Drottinn Jesúm hvernig hann vilji að Jsetta sé framkvæmt. Förum því til næstu kirkju og látum ritninguna svara«. Síðan gengu þeir til næstu kirkju, báð- ust fyrst fyrir og svo gekk Frans upp að altarinu og fletti þar þrisvar upp í guð- spjöllunum. Kom hann fyrst ofan á þessi orð: »Ef þú vilt vera algjör, þá far, sel •eignir þínar og gef fátækum og munt þú •eiga fjársjóð á himni; kom síðan og fylg mér«. (Matth. 19,21). Síðan kom hann •ofan á orðin: »Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér taki upp ~kross sinn og fylgi mér.« (Matth. 16, 24) -og »Hann bauð þeim að taka ekkert til ferðarinnar«. (Mark. 6, 8). Þá lokaði Frans bókinni og sagði: >Bróðir, eftir þessu viljum við lifa, og ;allir þeir sem gjöra vilja félagsskap við •okkur. Farðu nú og gjörðu eins og þér liefir verið sagt«. Og Bernhard fór út úr kirkjunni ásamt Frans, sótti eignir sínar heim, gekk svo aftur niður á opið svæði frammi fyrir kirkju hins heil. Georgs og fór að skifta eignunum meðal fátækra. Frans stóð hjá og horfði á. Meðan á þessu stóð gekk prestur einn hjá. Af honum hafði Frans keypt steina þegar hann var að byggja upp kirkju hins heil. Damianusar, og presturinn, sem hét Silvester, hafði selt steinana við vægu verði. Þegar hann nú sá að peningum var kastað út til hinna og þessara, gekk hann til Frans og sagði: »Eg fékk heldur h'tið íyrir steinana sem eg seldi þér«. Þá greip Frans handfylli sína af peningum úr vasa Bernhards, fékk prestinum og sagði: »Értu nú ánægður, prestur minn«. Prest- urinn þakkaði kurteislega og fór, senni- lega ánægður í bráðina. En helgisagnirnar telja að þetta smá- atvik hafi orðið til þess að gera prest þenna að öðrum manni en áður. Hann fór að líkja saman ágengni sinni og fjár- græðgi við fyrirlitningu þessara ungu manna fyrir peningum og auði. Orðin »Enginn getur þjónað tveimur herrum«, komu aftur og aftur upp í hug hans, og að síðustu kom hann til Frans og bað hann upptöku í flokk hans. Um þetta sama leyti bættist Frans þriðji félaginn, Pietro di Cattani, merkur maður og mentaður. Fluttu þeir nú frá Assisi og bygðu sér kofa skamt þaðan og sváfu þar um nætur, en ferðuðust um nágrennið á daginn og prédikuðu. Vöktu þeir hvarvetna mikla athygli, sérstaklega af því allir vissu að Frans og Bernhard höfðu áður verið ríkir menn en gefið eigur sínar, en Pietro hafði verið einn af þektustu lögfræðingum í Assisi og snúið - baki við glæsilegri framtíð á þeirri braut. Ennfremur bættist þeim skömmu seinna fjórði félaginn í hópinn, ungur maður Egidio að nafni. Bjuggu þeir nú fjórir í kofanum, en höfðu lítið með heimili að gera, því mest- an tímann voru þeir á ferðum, ýmist hver í sínu lagí eða tveir og tveir saman. Var þá Egidio oftast með Frans, því hann var yngstur. Fóru þeir víða um og voru stundum svo vikum skifti í hverri ferð. Eitt sinn þegar þeir komu heim eftir langa fjarveru, biðu þrír menn eftir Frans og beiddust inntöku í flokk hans. Hétu þeir Sabbatino, Moriko og Jóhannes. Tók Frans við þeim. Prédikunaraðferð þeirra félaga var mjög ólík því, sem fólk átti að venjast hjá prestum þeirra tíma. í kirkjunum var lögð mikil rækt við mælsku og fagra áferð ræðanna. Ræður þeirra félaga voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.