Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 43
SÍMON DAL 135 á Carford til þess að hafa hann hjá sér. Mér skipaði hann líka að setjast á aðra hönd sér. Carford virtist ekki vera neitt ant um að koma honum af stað, en mig vildi hann hafa burtu. Að síðustu fékk eg þó Cari'ord til að bjóða hertoganum að fylgja honum til herbergis hans, og við leiddum hann á milli okkar. Það var fremur ömurleg lest, en.svo vanaleg sjón, -að það vakti enga eftirtekt. Carford reyndi af fremsta megni að fá mig til að yfirgefa hertogann, og þegar það tókst •ekki, fór hann að dylgja um æfintýra- menn, sem væru að troða sér upp á milli Jiertogans og vina hans. Eg spurði þá Monmouth hvort eg ætti að fara, en hann "bab mig vera kyrran, sagði að hann þó •gæti reitt sig á, að eg væri sér einlægur »og að minsta kosti væri eg enginn bölvað- sur páfatrúarmaður eins og sumir aðrir, sem hann þekti. Carford hrökk saman við þessi orð. En hertoginn sá ekkert ;nema herbergisdyr sínar — og þær sá 'hann ekki alt of vel, þegar við vorum komnir inn til hans, heimtaði hann meira vín. Carford var ekki seinn á sér að -sækja það og skála við hann. Mohmouth •.gerðist meira og meira drukkinn. »Hann má ekki fá meira«, hvíslaði eg, »hann 'hefir þegar drukkið meira en hann hefir 'gott af«. Carford sneri sér að hertogan- um og hrópaði: »Mr. Dal segir að yðar hágöfgi sé fullurk En hann vann ekkert ¦á þessu bragði, því hertoginn svaraði göðlátlega: »Það er alveg satt, eg er full- ur, en það er mest í fótunum, Símon niinn, höfuðið er alveg eins og dagsljósið — eða eins og....« hann litaðist um og reyndi að gera sig sniðugan á svipinn, -svo tók hann okkur sinn í hvorn hand- legg: »Við erum góðir mótmælendur allir T>rír«, sagði hann með drukkins manns -alvörugefni. »Trúir og tryggir!« svaraði Carford, svo laut hann að mér og hvísl- -aði: »Eg er hrædur um að honum sé að verða ilt, vilji'ð þér ekki reyna að ná í lækni konungsins, mr. Dal?« »Nei, hann hefði bezt af að vera einn eftir hjá mér«, svaraði eg, »ef þér viljið ná í lækni lá- varður minn, þá er það létt verk«. Mér stóð alveg á sama um, þó Carford væri mér reiður og var fastráðinn í að þoka hvergi fyrir honum; en við höfðum engan tíma til að þræta meira. »Eg er svo trúr... svo trúr föður m!ín- um sem nokkur maður í ríkinu getur ver- ið«, drafaði í Monmouth —« en þið vitið líklega eins vel og eg að hverju nú er verið að stefna?« »Nýtt stríð vi'ð Hollend- inga hefi eg heyrt talað um«, mælti eg. »Fjándinn hafi Hollendingana, það er ekki það.. en — uss — við skulum ekki hafa hátt, það geta verið páfatrúarmenn hér í kring.... Það er talsvert af þeím hérna í kastalanum, Carford.... Uss — uss... sumir segja að hann föðurbróðir minn sé einn, og sumir segja það líka um Arlington ráðherra.... Herrar mínir —¦ eg segi ekki meira — það eru drottinsvik- arar, sem segja að hann faðir minn sé...« Carford greip fram í fyrir honum: »Ver- ið þér ekki að trufla hug yðar með öðru eins og þessu«, sagði hann. »Eg vil ekki trúá því. Eg vil standa við hlið föður míns.... En ef hertoginn af York.... En eg vil ekki segja neitt«. Höf- uð hans hneig niður á brjóstið. En næsta augnablik stökk hann á fætur og hróp- aði: »En eg er Mótmælandi, já — og eg er sonur konungsins!« Hann greip í handleginn á Carford og hvíslaði: »Ekki eitt orð um það. Eg er reiðubúinn. En við vitum hvert stefnt er, og við erum kon- unginum trúir. Við verðum að bjarga honuín. En ef við getum það ekki... get- um það ekki.. þá er hér einn sem... sem .... Hann gat ekki sagt meira í nokkur augnablik. Við stóðum og störðum á hann þangað til hann talaði aftur: »...Einn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.