Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 16
108 NÝJAR KVÖLDVÖKUR og beint um mörg ár; var það vel farið, því að hún var fullum fimm árum eldri én Guðmundur. Nú sveif hún léttfætt um hús og göng, hætti alveg við gömlu uppá- haldslögin sín, en söng í þeirra stað með gleðihreim: »Eg elska hlíð og hól« o. s. frv. Svona leið fram eftir vetrinum. Jó- hannes var óðum að styrkjast í fætinum, svo að á miðþorra var hann farinn að róla út og inn um bæinn. Um það leyti var féð rekið heim af beitarhúsunum og í þorralok tók Jóhannes við fjárgeymsl- unni aftur. Fór þá Guðmundur að hugsa til heimferðar, því að hann var ekki leng- úr nauðsynlegur í Dældum, en hinsvegar nóg að starfa heima í Nausti. — Sunnu- daginn fyrstan í Góu kvaddi hann fólkið; Una gekk á leið með honum út á veginn og kvaddi hann þar með mörgum tárum. Guðmundur var hressari í huga en hún óg bað hana að láta sér ekki leiðast, hann mundi koma fljótlega aftur að finna hana. En þegar hann var orðinn einn og tróð brotann inn Ströndina, fannst hon- um samt svo mikið til um skilnaðinn við Unu, að hann settist á stein og sat þar grafkyr, þangað til fór að setja að hon- um; þá stóð upp og hélt rösklega áfram. í fjarveru Guðmundar hafði allt gengið slysalaust í Nausti. Guðrún gamla var orðin svo elsk að Boggu li'tlu, að hún mátti ekki af henni sjá og barnið kunni svo vel við sig í Nausti, að hun kærði sig ekkert um að fara heim aftur. Það drógst því og drógst að hún færi og á endanum samdist svo um vi'ð oddvitann, að hún yrði kyr, þar sem hún var komin. Guðrún varð upp til handa og fóta þeg- ar hún frétti um trúlofun Guðmundar og þótti hamingjusamlega hafa til tekist; hún hafði raunar aldrei séð Unu, en háfði heyrt hennar að góðu getið, og það sá húh að hirðing og holdafar sonarins bar vott um einstaka nákvæmni stúlk- unnar. Á helginni næstu kom Guðmundur upp að Efra-Vogi, og þegar frú Valgerður frétti til hans, bauð hún honum inn til sín. Hún var með hressasta móti og spurði hann margs. »Þú varst í Dældum þenna tíma?« »Já, eg gekk þar á beitarhúsin«. »Þetta kvað vera bezta heimili og tölu- vert efnað. — Randver er mjög virðing- arverður bóndi«. »Já, þetta er gæðafólk, — einstakt gæðafólk«, sagði Guðmundur af sannfær- ingu. Svo mátti hann til að segja frúnni frá trúlofun sinni; blóðið hljóp fram í kinnar honum, þegar hann nefndi Unu og alla hennar mörgu mannkosti. Frúin brosti og óskaði honum til ham- ingju. Þau héldu samtalinu áfram nokkra stund, en svo sagði frúin: »Væri þér þægð í því, Guðmundur minn, að Una fengi að vera hjá mér svo sem tveggja mánaða tíma, ef hun vildi það sjálf? Það er engin stúlka hjá mér sem stendur«. Slíkt vinsemdarboð var meira en svo, að Guðmundur hefði látið sér það til hug- ar koma. Hann varð fegnari en frá megi segja og kvaddi frúna með þakklæti. Nokkrum dögum síðar lagði hann af stað til að færa Unu boðið. — Una sá fjarska mikið eftir Guð- mundi og þótti hver stundin lengi að líða. Henni þótti svo tómt og kalt inni, að hún. gekk oft eirðarlítil út og inn um bæinn; daglegu verkin voru hætt að fullnægja henni og hún þráði annað háleitara starf. — Einn dag, þegar var að byrja að rökkva, sat hún við rokkinn í baðstof- unni, steig hjólið hægt og teygði úr kemb- unni; hún var að syngja þau erindi, sem henni höfðu fundist bezt sefa ókyrð sál-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.