Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 51
FRANS FRÁ ASSISI
143
ír, af því þeir gætu hvort-sem væri ekki
stolið öðru en nokkrum eldiviðarbútum.
En vott eða þurt, eða nokkurn hlut að
skýla sér með í næturkuldanum, fengu
þeir ekki.
Ekki varð þeim félögum svefnsamt um
nóttina og skjálfandi af kulda og glor-
hungraðir fóru þeir um morguninn til
næstu kirkju, strax þegar hringt var til
óttusöngs. En þá vildi svo til að húsfreyj-
an þaðan, sem þeir voru um nóttina var í
kirkjunni líka og þegar hún sá bræðurn-
ar biðja morgunbænir sínar með miklum
fjálgleik, fór hún að hugsa sem svo, að
ólíklegt væri að þeir væru þjófar og ræn-
ingjar.
Meðan hún var að hugsa um þetta, gekk
alþektur efnamaður úr borginni inn í
kirkjuna. Var hann vanur að koma þar á
hverjum morgni og gefa fátækum ölm-
usur. Fór hann í þetta skifti til Bern-
hards og Egidio og ætlaði að rétta þeim
ölmusu, en þeir vildu ekki taka við neinu.
Þá spurði maðurinn undrandi:
»Eruð þið þá ekki fátækir, eins og þið
lítið út fyrir?«
»Vissulega erum við fátækir«, svaraði
Bernhard, »en fátæktin er okkur ekkert
böl, því við höfum af frjálsum vilja og til
þess að hlýða boðum Guðs gefið eignir
okkar«.
Síðan sagði Bernhard honum sögu
þei'rra, að þeir hefðu verið ríkir menn, en
gefið alt sitt til þess að geta áhyggjulaus-
ir boðað fagnaðareiándi friðar og iðr-
unar.
Þegar hér var komið samræðunni, sem
konan altaf hlustaði á, sá hún hve illa
henni og manni hennar hafði farist við
þá félaga kvöldið áður. Til þess nú að
bæta úr því gekk hún til þeirra og sagði:
»Kristnu menn, ef þið viljið snúa aft-
ur til húss míns, þá eruð þið velkomnir
undir þak mitt«. Bi-æðurnir þökkuðu
henni kurteislega, en kusu heldur að
fylgjast með hinum nýja vini þeirra, sem
bauð þeim heim með sér og veitti þeim vel.
Frans hafði sjálfur valið sér Rietidal-
inn sem trúboðssvæði. Lýsir hann því á-
takanlega í ritum sínum, hvað kirkjulíf
alt og guðsótti hafi verið þar í niðurlæg-
ingu, enda ganga þær sagnir þar enn
meðal fólksins, að Frans hafi snúið íbú-
unum þar frá heiðni til kristni.
Upp í fjöllunum, 500 metrum yfir borg-
inni Poggio Bustone, um 1000 metrum
fyrir ofan sjávarmál, er hellir einn lítill.
Þangað fór Frans oft til bænar, og lá þar
tímunum saman á knébeð á nöktum klett-
inum.
Löngum eg kalla.
Löngum eg kalla.
Langt er upp til hjalla
og fjalla.
— Kona, eg ann þér.
Er það ekki skrítið?
Fíflana eg fann hér,
nú færðu ofboð lítið.
— Bara lítið — lítið.
Þungt er að þreyja,
þyngra samt að deyja
og þegja.
— Því Ijúft er að lifa,
ljúft við þig að tala.
... nei, ekki að skrifa,
aðeins við þig hjala.
— Bara hjala — hjala.
Margur má syrgja
og meinin inni byrgja,
... já, syrgja.
— Orð á ei mín tunga
ástina að lofa.
Ástin mín unga,
— æ, lof mér að sofa.
— Bara sofa — sofa.
F. Á. B.