Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 21
STAKSTEINAR 113 greindi ekki orðaskil. Hann fór hægt og sigalega af baki og var niðurlútur. Hún gekk til hans og kyssti hann; það var ekki vottur af vínlykt af honum; hvernig gat á þessu staðið? »Gengur nokkuð að þér, Guðmundur?« spurði hún. Það hummaði eitthvað í honum, en ekki sagði hann neitt. Una hélt í sveifina fyrir Borgu á með- an hún stökk af baki; svo heilsaði hún henni með kossi. »Sæl, Borga mín«. Borga flýtti sér að bæjardyrunum. »Hvernig líður þér núna?« spurði Una; »hvað sagði læknirinn?« Borga vatt höfðinu til. »Það er bezt að spyrja Guðmund að því«; — og svo hvarf hún inn í bæinn. Guðmundur var að taka ofan klyfjarn- ar. Una sneri sér að honum. »Hvað gengur að aumingja stráinu henni Borgu? Hún er að verða eitthvað svo undarleg«. Guðmundur bisaði við klyfjarnar og bar þær inn í skemmuna. »Komdu svo inn, góði, þegar þú ert búinn, — ykkur er víst orðið mál á bita og einhverju volgu«. Svo fór hún inn í búrið og fór að taka til matinn handa þeim, heita slátursúpu, nýru, hjörtu og fleira góðgæti. Fyrst bar hún Borgu mat inn í baðstofu, en varð ekki lítið hissa þegar hún sá að Borga var háttuð og sneri sér til veggjar. »Hvað gengur að þér, elsku Borga mín? Blessuð borðaðu nú súpu og eitthvað meira«. En Borga bærði ekki á sér. »Elsku Borga mín, því læturðu svona? Sagði læknirinn að þetta væri eitthvað fjarska vont? Geturðu ekkert borðað?« »Eg get ekkert borðað, — eg hef enga iyst«, var sagt í snöktandi róm uppi í borninu. »Aumingja stráið, — eg get þá ekkert gert fyrir þig. — Góða nótt, Borga mín«. Una bar á borð fyrir Guðmund inni í húsinu. Honum dvaldist æði lengi úti, en loksins kom hann, þreytulegur, þungstíg- ur og niðurlútur. »Góði, farðu nú að borða«. Hann settist og varpaði öndinni mæðu- lega. »Skelfing ertu eitthvað laslegur, elskan mín. Ertu lasinn?« »ónei«, stundi hann upp; hann leit ekki við matnum. »Það gengur eitthvað að þér, þú borðar ekki«. »Eg held eg geti ekkert borðað«. »Þú ert lasinn. Farðu þá að hátta; svo getur þú fengið matinn í rúmið«. Hún togaði af honum stígvélin. Hann sat eftir sem áður hreyfingarlaus á stóln- um, horfði beint fram undan sér og frá brjósti hans steig þreytulegt andvarp. Unu fór ekki að verða um sel. »f guðs bænum, segðu mér hvað að þér gerigúr, — þú ert veikur, elskan mín«. »Það er — svo — voðalegt, Una«, gat hann sagt með herkjum. »Hvað er voðalegt? Hvað hefur komið fyrir?« — Hún var orðin náföl af ótta. »Þetta með — hana Borgu«. »Er hún svo veik? Er það krabbi?« »Nei«. »Hvað er það þá? Hvað sagði læknir- inn ?« Guðmundur opnaði munninn og bærði varirnar, en orðin dóu á vörum hans. »Er það tæring?« hvíslaði Una; — það var það voðalegasta, sem hún gat hugsað sér. »Nei, það er þetta — þetta, sem kom — kom fyrir í sumar«. »Hvað segirðu? Þetta í sumar? Hvað var það?« »Það var þetta — þarna —, þegar við 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.