Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 34
126 NÝJAR KVÖLDVÖKUR berið franska málfræði með yður í vesk- inu —- og ef svo er, þá hefi eg ekki rænt henni frá yður -— það get eg fullvissað yður um«. Hann hélt áfram að snúa veskinu á all- ar hliðar, og athugaði spennurnar mjög nákvæmlega. Það næsta, sem hann gerði, var, að hann hrifsaði skammbyssuna af borðinu og aðgætti, að hún væri í lagi. Eg fór að skellihlægja. Allar þessar aðfarir virtust mér svo afkáralegar. Hlátur minn virtist kæla í honum ofsann, og hann reyndi að ná valdi yfir sjálfum sér aftur. En nú gat eg ekki á mér setið að fara ekki að stríða honum. »Haldið þér, að enginn geti sagt: »hann kemur« á frönsku, án þess að þurfa endilega að stela þeirri kunnáttu úr veskinu yðar«, mælti eg, »þér gerið alt of lítið úr okkur Englendingum, ef þér haldið, að enginn hér í landi kunni svo mikið í frönsku«. Hann horfði á mig eins og maður, sem heyrir gamanyrði, en veit ekki, hvort hann heldur á að taka það í gamni eða al- vöru. — »Opnið þér nú veskið«, hélt eg á- fram ertnislega »og fullvissið yður um, að alt sé í því með kyrrum kjörum, eins og þér skylduð við það. — Satt að segja finst mér, að eg eigi heimtingu á að þér gerið það«. Mér til mikillar undrunar hlýddi hann og opnaði veskið. Hann leitaði þar gaum- gæfilega meðal ýmsra skjala, sem mér virtist hann telja; að því loknu andvarp- aði hann, eins og honum létti fyrir brjósti. En tortrygnissvipurinn hvarf þó ekki af andliti hans. Eg lagði handleggina fram á borðið og mælti: »Nú vilduð þér kannske vera svo lítillátur að skýra þenn- an leik ögn fyrir mér.« Það gat hann ekki, hver dráttur í andliti hans sýndi að hon- um var það ómögulegt. Eg hafði auðsjá- anlega, alveg óafvitandi og óviljandi hrasað yfir eitthvert mikilsvert leyndar- mál, sem hann hafði með höndum — al- veg eins og hjá Darrell forðum —. En var þetta leyndarmál Darrells eða hans- eigið — hið sama eða eitthvað annað? Úr- þeirri spurningu gat eg ekki leyst. — Hann var í auðsjáanlegri klípu og greip nú til stærilætis þess, sem þjóð hans er eiginlegt: »Þér heimtið skýringu!« hróp- aði hann. »Hér er ekkert að skýra — og: ef svo væri, þá ætla eg að láta yður vita, að eg kem fram með skýringar, þegar~ mér sjálfum þóknast, og ekki þótt ein— hver og einhver heimti þær af mér!« »Eg' kem, þú kemur, hann kemur — þetta: voru hin leyndardómsfullu orð. Eg get ekki skilið í hverju leyndardómurinn er falinn, en ef þér viljið ekki segja mér það, þá neyðist eg til að spyrja einhvern annan«, sagði eg. »Þér væruð hygnastur, ef þér engan spyrðuð«, mælti hann með einkennilegri áherzlu. »Eg verð að minsta kosti ekkert hygnari ef eg engan spyr«, svaraði eg brosandi. — »Og þér heitið því, að þér aldrei nefnið þetta á nafn við nokkurn mann!« hélt hann áfram og snaraðist að mér með skammbyssuna í hendinni. Hann ætlaði auðsjáanlega að ógna mér til að heita þögn, þegar annað brást. Eg spratt á fætur og hermdi eftir honum móðgunaryrði hans: »Eg gef heit, þegar mér sjálfum sýnist, og ekki þótt einhver og einhver heimti það af mér!« »Þér skuluð gefa mér heit yðar, áður en þér farið út héðan!« hrópaði hann. Rödd hans var nú hávær og þrungin af reiði. Hvort hún hefir heyrst upp á loftherberg- ið, eða hvort hertoginn og Carford voru nú orðnir leiðir á að sitja þar tveir eipir, skal eg láta ósagt, en rétt í því að Frans- maðurinn hrópaði þessa síðustu hótun sína, opnaði Carford hurðina fyrir her- toganum og kom sjálfur inn á eftir hon- um. Afstaða okkar hvors gagnvart öðrum var einmitt mjög fjandsamleg þessa stundina, því að Frakkinn hélt skamm- byssunni á lofti og eg hafði gripið til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.