Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 47
 FRANS FRÁ ASSISI 139 sjá hann svo hann ærðist ekki og þyldi yfir honum bölbænir og heitingar. Frans mun hafa tekið það nærri sér. Þá fékk hann gamlan betlara sem Albert hét með sér í göngur sínar í borgina, og þegar þeir félagar mættu Pietro, var Frans vanur að krjúpa á kné fyrir félaga sín- um og segja: »Blessaðu mig, faðir«, og sneri sér síðan að föður sínum og sagði: »Guð hefir gefið mér föður sem blessar, í staðinn fyrir þig sem bölvar«. Yngri bróðir Frans, Angelo að nafni, var mjög illur í garð bróður síns. Einu sinni hittist svo á, að þeir bræður voru báðir staddir við árdegismessu í kirkju í Assisi. Þá sagði Angelo við spjátrung einn sem með honum var, svo hátt að Frans heyrði: »Farðu þarna til Frans og biddu hann að selja þér svita fyrir einn skilding«. Frans svaraði þegar á frönsku: »Eg hefi þegar selt Drottni mínum og frelsara alla framleiðsluna með góðum kjörum«. Nú var brátt lokið viðgerðinni við Da- mianuskirkjuna. Þá tók hann til við aðr- ar, fyrst litla Benediktskirkju, sem helg- uð var Pétri postula og síðan aðra kirkju litla, sem tilheyrði Benediktsklaustri er stóð á Subasiofjalli. Var klaustur þetta sagt að hafa verið bygt árið 325 af heim- komnum pílagrímum frá landinu helga. Þar í nánd bjó nú Frans um hríð, og fyrst um sinn hugsaði hann ekki um ann- að en kirkjubyggingar og viðgerðir. Enda vann hann mikið gagn í þeim efnum. En við árdegismessu í litlu kirkjunni í Benediktsklaustrinu, dag einn í febrú- armánuði árið 1209, virtist honum guð- spjallið vera sérstaklega talað til sín og gefa honum nýjan skilning á boðinu sem hann fékk í Damianuskirkjunni tveim arum áður. Þetta var í Mattheusarmessu 24. febr., og guðspjallið er svohljóðandi: »En á ferðum yðar skulið þér prédika °é segja: Himnaríki er í nánd. Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda; ókeypis hafið þér með- tekið, ókeypis skuluð þér af hendi láta. Fáið yður eigi gull né silfur né eirpen- inga í belti yðar; eigi mat til ferðar, né tvo kyrtla né skó né staf, því að verður er verkamaðurinn fæðis síns. En í hverja þá borg eða þorp sem þér komið, þá spyrjist fyrir hver sé maklegur þar og dveljist þar, þangað til þér farið burt. En er þér gangið inn í húsið þá heilsið því; og sé húsið maklegt, þá komi friður yðar yfir það; en sé það ekki maklegt, þá hverfi friður yðar til yðar aftur«. (Matth. 10. 7—13). Sagan segir, að eftir guðsþjónustuna hafi Frans farið til prestsins og fengið skýringu á guðspjallinu. Þá hafi hann hrópað hrifinn: »Þetta er það sem eg vil, eftir þessum orðum vil eg lifa«. Nú fyrst skyldi hann hvers Guð krafðist af þeim, sem vildu vera lærisveinar hans, vera heilir og allir, fórna öllu fyrir hann og þjóna honum einum. Þeir yrðu að vera eins og postularnir, lausir úr öllum bond- um heimshyggju eða jarðneskra áhuga- mála og ganga fagnandi út um allan heim með boðskapinn gamla og góða: »Gjörið iðrun. Himnaríki er í nánd«. Einbúinn og kirkjusmiðurinn Frans varð nú postulinn og guðspjallamaðurinn Fx*ans, boðberi fagnaðarerindis friðarins og iðrunarinnar. Þegar hann kom út úr kirkjunni kastaði hann skónum, stafnum og yfirhöfninni. í stað þess klæddist hann grábrúnum kyrtli, eins og bændur klædd- ust á þeim slóðum, batt reipi um mittið og hafði hettu á höfði, sem kasta mátti aftur á axlirnar. Þannig búinn hélt hann út í heiminn, berfættur eins og postularn- ir, til þess að flytja þeim frið Guðs, sem taka vildu við honum. V. Eins og fyr er sagt frá, lenti Frans í ræningjahöndum þegar hann var á ferð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.