Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 5
Staksteinar. Þættir úr sögu Guómundar frá Nausti. (Niðurl.). Fyri'r hádegi á sunnudaginn reri Guð- mundur með Línu inn í Víðihólma, sem lá kippkorn inn með landinu, andspænis bænum á Sandi. Veður vav gott og Lína lék við hvern sinn fingur. Guðmundur hjálpaði henni upp úr bátnum og var svo stimamjúkur sem framast mátti, en um leið svo hátíðlega alvarlegur, að hún var næstum því forviða. Hann gekk með henni um allan hólmann, sýndi henni fallegustu víðirunnana, æðarfuglahreiðr- in og klettaborgina, þar sem álfarnir áttu að búa. Lína varð hrifin af veðrinu, útsýninu og fegurð náttúrunnar og sett- ist niður frá sér numin undir einum runnanum. »Seztu hjá mér, góði; hér er svo inn- dælt.« Guðmundur settist við hliðina á henni. »ó, hvað hér er inndælt! Eg er svo við- kvæm, að eg kemst við, þegar eg sé eitt- hvað verulega inndælt.« Guðmundur gat lítið sagt; viðkvæmni °g fegurðarsmekkur Línu var svo langt fyrir ofan hann, að hann komst þar ekki í námunda. Auk þess mundi hann í svip- inn ekki eftir neinu inndælu hér á jörðu nerna Línu sjálfri, en hann skorti einurð til að segja henni það. »Hvaða klettur er þarna?« sagði hún °S benti út með landi. »Það er Dritskerið.« Hún lét augun reika inn með landinu, sneri sér að honum og benti inn eftir. N- Kv. XXIII. ár. 7.-9. h. »En þarna eru sker, — þarna«, og hún teygði sig svo langt, að hún misti jafn- vægið og varð að grípa í öxlina á hon- um til þess að velta ekki á grúfu. En þá snertingu þoldi hann ekki; hann varð stokkrjóður og fór að titra. Hún tók ekk- ert eftir því í fyrstu. »Fyrirgefðu, góði; eg var að detta. — Hvað sagðirðu að þessi sker hétu?« Hann dró andann eins og hann væri lafmóður, en svaraði engu. Þá leit hún framan í hann og sá að hann var allt öðruvísi en hann var vanur. Henni varð á að brosa til hans. Þá missti hann stjórnina á sér, greip um báðar hendur hennar og kreisti þær af afli, svo að hún rak upp hljóð af undrun og sársauka. »Góði, góði; slepptu mér! Hvað er þetta, Guðmundur?« Hann sleppti tökunum allt í einu; svita- dropar stóðu á enni hans og hann titraði allur af geðshræringu. Lína stóð upp. Hún sagði ekki neitt, en dustaði nokkur visin lauf af kjólnum sín- um. Guðmundur leit til hennar bænaraug- um. Hún vatt til höfðinu. »Það er naumastk sagði hún með þykkjusvip á vörunum, en glettni í aug- um. »Mér þykir svo vænt um þig, Lína«. Það voru einu orðin, sem hann kom upp. »Það er nú hægt að sýna það öðruvísi 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.