Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 13
STAKSTEINAR 105 Guðmundur var látinn sofa í baðstofunni í því eina ruhii, sem þar var. f bíti morguninn eftir fór Randver gamli með Guðmundi á beitarhúsin, til þess að setja hann inn í starfið. Húsin stóðu í dalsmynninu, austan í lágum ási, sem náði alveg ofan að ánrii'; neðan við ásinn var dálítið langt og mjótt stöðu- vatn, sem náði norður að fjallsrótum; hét það Seljavatn og var beitaiiandið í kinnungunum fram með því. Randver sagði Guðmundi fyrir um alla fjárgeymsl- una eins og hann hafði verið vanur að haga henni, og komu þeir ekki heim aft- ur fyr en í myrkri um kvöldið. Guðmundur hafði búist við að sér mundi leiðast í fámenninu í Dældum. En það fór á allt annan veg; bæði fólkið sjálft og allt atlæti þess við hann féll honum svo vel í geð, að hann var harð- ánægður. Randver var æfinlega samur og j'afn, nokktrð sigalegur og seinmæltur, en svo vingjarnlegur, að Guðmundur hafði aldrei haft svo góðan húsbónda. Hann hafði ekki vanist neinni kurteisi í tiltali af þeim, sem hann hafði unnið hjá um dagana. Skipanir og fyrirmæli höfðu ver- ið svo sem svona: »Gvendur, mokaðu þarna þetta eða hitt«, eða: »Gvendur, hertu þig nú að róa«. Honum leiddist að vera kallaður Gvendur, og enn verra var það, ef það varð Gvöndur, og út yfir tók Þegar hann var kallaður Guddi, eins og stundum kom fyrir. En ávörp Randvers voru ekkert þessu lík. Annan daginn, sem Guðmundur gekk á beitarhúsín, hafði Randver sagt við hann: »Ekki vænti eg, Guðmundur minn, að eg mætti biðja þig að fara með litla sleð- arm nieð þér á húsin og koma með tað- flögu í poka^ þegar þér finst færið nógu 8ott til þess«. Munur var nú á ávarpinu! Gamla konan var svo þaulsætin á rúmi sínu og fyrirferðarlítil á heimilinu, að þess gætti varla að hún væri til. Jóhannes Randversson var stór og myndarlegur maður, liðlega þrítugur. Líkur var hann föður sínum í fasi, nema hvað hann var skrafhreifnari; stafaði það að líkindum nokkuð af því, að hann var mjög bókhneigður maður, átti tölu- vert af bókum og las í öllum sínum tóm- stundum. Hafði Guðmundur mikla á- nægju af að sitja hjá honum á kvöldin og spjalla við hann, og þar komst hann upp á að lesa sér til gagns og gamans. Var engu líkara en að nýr heimur opnaðist fyrir honum, þegar hann fór að lesa hverja bókina á fætur annari: íslend- ingasögur, tímarit, kvæði og anrian skáld- skap, sem Jóhannes átti í skáp sínum inni í litla húsinu. Það fann Guðmundur, að Jóhannes stóð honum langtum framar í öllu andans atgerfi, en Jóhannes Iét það aldrei í ljósi í orði né verki og því var Guðmundur óvanur. Allir jafnaldrar, sem hann hafði kynst, höfðu látið hann kenna á því, ef svo var. Og þá stóð ekki Una að sínu leyti hin- um að baki. Hún var æfinlega boðin og b'uiri til að gera allt fyrir hann. Hún fór á fætur á undan honum á morgnana, bar honum mat og kaffi og stakk svo í vasa hans tveimur flatbrauðskökum með smjöri og þykkum kæfusneiðum. — Þeg- ar hann kom heim á kvöldin, lét hún hann fá þurra sokka, og ef hann var votur í fætur,' kom hún með volgt vatn í fati, þvoði honum og þurkaði vandlega. Guð- mundur kunni ekki við að hún krypi á kné fyrir sér og væri að þvo honum, og í fyrsta skiftið mótmælti hann því harð- lega og sagði: »Nei — blessuð Una, vert þú ekki að þvo mér; eg held eg sé ekki of góður til þess sjálfur«. »Hva-að? Eg held eg geti þvegið þér, 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.