Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 41
SÍMON DAL 133 íord lávarður hefir auðsýnt mér mikinn lieiður, eins og þér vitið, en hann mundi •ekki standa mér í vegi hér«, mælti hún. »Nei, það er satt — hann gerir það ekki — og heldur ekki í vegi fyrir hertogan- um!« hrópaði eg. »Eruð þér búnir að ljúka yður af, eða hafið þér meira að segja mér, sir?« spurði hún háðslega. — »Nei, madame, ekkert meira«, svaraði eg; og hún hélt leiðar sinnar all hnakkakert. »Það er alveg sama — þú skalt ekki lenda í neinu misjöfnu«, bætti eg við með ¦sjálfum mér á meðan eg horfði á eftir henni. Það leit út fyrir, að hana væri líka farið að dreyma vissa drauma. — En ef eftirtekt þjóðhöfðingja var henni mikils virði, þá átti hún ennþá talsvert eftir — hertoginn af Monmouth þurfti bráðlega ekki að vera hærra settur í hennar aug- um, en Símon Dal var nú. Nœsta morgun kom hertogaynjan af Orléans frá Dunkirk. Konungurinn sigldi á móti henni og þau mættust úti á rúm- sjó. í fylgd með konungi voru York het- togi og fleiri frændur konungs, þar á meðal Monmouth, og þess vegna var eg líka með í þessari ferð. Hertogaynjan var ekki eins fögur og eg hafði gert mér í hugarlund, en þó mjög tíguleg kona. Eg skal játa það, að augu mín reyndu oftast að leita uppi fallegustu andlitin, þau dvöldu því ekki lengi hjá henni, en þess heldur hjá ungri stúlku, sem stóð í nánd við hana, hún var gædd alveg óvenjulegri fegurð, en var nokkuð barnaleg í útliti. Eg heyrði hertogaynjuna kynna hana íyrir konungi og öðrum frændum sínum, þegar hún var búin að heilsa þeim, sem Mademoiselle Louise Renée de Perren- court de Quérouaille (þetta nafn hefir síðar verið mikið stytt af alþýðu manna). Konungur kysti hana á hendina, og kvaðst vera mjög hamingjusamur, að fá að sjá hana — og það var víst alveg satt, ef dæma skal eftir tíma þeim sem hann eyddi í að horfa á hana. »Eru þetta allir, sem koma með yður, systir?« spurði hann. Hún svaraði nokk- uð hátt: »Já, allir að undanteknum einum aðalsmanni, sem á að koma til mín frá Calais á morgun með boð frá Frakkakon- ungi«. Eg heyrði ekki meira. En eg hafði tek- ið vandlega eftir öllum sem komu. Orðin je viens, þóttist eg geta skilið að gætu átt við hertogaynjuna, tu viens við konung vorn, en eg sá engan á meðal þeirra, sem þarna voru staddir, sem hefði þurft að senda sérstaka sendiboða á undan alla leið til Lundúna með boðin: il vient. Það Maut þá að vera þessi herramaður, sem átti að koma frá Calais næsta dag; og eg gerði mig svo djarfan að spyrja einn hinna frönsku hirðmanna, sem ásamt frú sinni stóð á þilfarinu við hlið mína, hver þessi maður mundi vera. »Hann heitir M. de Perrencourt, og er náskyldur stúlk- unni, sem þér sáuð í fylgd með hertoga- ynjunni«, svaraði hann. Þetta voru mér vonbrigði. Ekki gat þessi M. de Perren- court verið slíkt stórmenni, að boðin il vient hefðu verið send á undan honum til Lundúna. — Eg stóð um hríð og studdi baki við sigluna, og virti hefðarfólkið fyrir mér. Monmouth gekk fram og aftur og leiddi hertogaynjuna. Mér fanst þau vera harla myndarleg, og óskaði með sjálfum mér; að þau nú hefðu eitthvað skemtilegra að ræða um en stríð við Hollendinga. Alt í einu varð eg þess var að þau stönzuðu og hertoginn benti í áttina til mín. Hún horfði í sömu átt. Hann sagði eitthvað við hana og bæði hlógu. í sömu andránni komum við að lendingarstaðnum. Hún lagði hendina á arm hans eins og hún væri að biðja um eitthvað. Hann hló aft- ur og ypti öxlum; svo lyfti hann hendinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.