Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 24
116 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Aftur varð nokkur þögn. »Heldurðu, að það væri ekki réttara, að hún væri þá kyr hér í vetur; — svo tækj- um við barnið;-------hún hefði sjálfsagt engar ástæður til að sjá fyrir barni«. Það datt svo yfir Guðmund, að hann reis upp í rúminu. »Er þér alvara?« »Ja, — sjáðu til,--------það væri synd að láta aumingja barnið hrekjast,-------- og svo eigum við ekkert barn.-------« Síðustu orðin voru hvísluð með angur- værð. »Eg sé svo mikið eftir drengnum okk- ar, sem dó. — Svo átt þu líka þetta barn, þó að eg eigi það ekki«. Guðmundur var stundarkorn að átta sig. »AUt af ertu eins! — Það er alveg sjálfsagt, að þú ráðir þessu, alveg eins og þú vilt. — Það er allt bezt, sem þú villt — æfinlega«. »Jæja, góði; eg held að þetta sé rétt- ast, þá gerum við engum orétt. — Eg skal tala við Borgu um það á morgun«. Guðmundur viknaði við og gat ekki sagt neitt. Hann greip um hönd Unu og þrýsti hana fast. — Þannig láu þau þegj- andi nokkra stund. — Klukkan sló þrjú. »Þú borðaðir ekkert í kvökk, sagði Una; »heldurðu að þú gætir ekki borðað eitthvað núna? Það er verst að það er orðið alveg kalt á diskinum og mjólkin, líka«. Guðmundur var farinn að kenna sárr- ar svengdar og varð matnum feginn. Una fór fram úr og kveikti Ijós. Guðmundur borðaði það, sem á diskinum var og drakk alla mjólkina úr könnunni. — Una kom aftur upp í. »Þér er kalt; það er annars von, mjólk- in verður svo ísköld af að standa; hérna er trefill, — og breiddu nú vel ofan á þig«. Hún hagræddi sænginni, sléttaði úr henni og bauð svo Guðmundi góða nótt með kossi. Hann hallaði sér út af aftur. Nú var hann alveg rólegur og ókvíðinn. Mikil dæmalaus, einstök kona var hun Una! Hún mátti sannarlega ekkert aumt sjá. Hvar sem hún sá einhvern hryggan, kaldan eða svangan, þá var sama hvernig á stóð, — allt af var hún eins. Hjónin sváfu vært fram á morgun. Borga var kyr í Dældum um veturinn. Á uppstigningardag, vorið eftir, fædd- ist drengur, sem spriklaði og grenjaði eftir öllum listarinnar reglum. Mánuði síðar var Borga orðin alheil heilsu og komin fram í Dali. Drengurinn varð eftir og dafnaði vel. Hann var skírður Þorleifur. IX. Vegfarandi. Fimmtán ár eru liðin síðan seinast. Við hittum Guðmund frammi á beitar- húsum síðla dags, þrem nóttum fyrir jól. Hann er að byrgja féð, bindur hurðirnar fast aftur og treður ló í hverja rifu; hann býst auðsjáanlega við vondu veðri. — Hann er nokkuð farinn að reskjast, er orðinn holdugri og seinlegri í hreyfinguni en áður, en hraustlegur maður er hann að öðru leyti; hærur sjást í vöngum, en. andlitið er furðu- unglegt og rakaður er hann um varir og vanga. Dagana á undan hafði verið hláka; snjó hafði leyst, svo að rautt var að mestu niður um, en þó skaflar í dældum öllum. Þenna morgun hafði verið kyrt veður og frostleysa, en þegar leið á daginn, fór að syrta að af norðri og heyrast veðurhljóð í fjarska. Guðmundur vildi því ganga sem bezt frá beitarhúsadyrunum. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.