Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 48
140 NÝJAR KVÖLDVÖKUR inni burt frá Assisi eftir málalokin við föður sinn. Þegar þeir spurðu hver hann væri, svaraði Frans: »Eg er kallari hins mikla konungs«. Það svar lýsir bezt lífi hans frá þeim degi. Innan skamms varð Frans aftur tíður gestur á götum Assisiborgar, klæddur grárri kápu úr ólitaðri ull, með hettu á höfði og reipi' um mitti. Á göngu sinni um bórgina, heilsaði hann öllum með sömu kveðjunni: »Friður Guðs sé með þér« og ef hann sá hóp manna saman, gekk hann berfættur upp á næsta stein eða tröppur og tók að prédika. Um prédikun hans er sagt, að hún væri bæði »háleit og einföld«. Mestmegnis lagði hann aðeins áherzlu á eitt atriði, að öðl- ast friðinh. Það væri mannsins dýrasta hnoss; frið við Guð, með því að halda boð- orð hans; frið við aðra menn, með góðri breytni og frið við sjálfan sig, fyrir vitn- isburð góðrar samvizku. Nú var elcki hlegið að honum lengur. Viðskifti Frans við föður sinn í málaferlunum í biskups- garði höfðu sannfært alla á, að honum var heilög alvara. Menn hlustuðu nú á hann með eftirtekt og lotningu og hin ein- földu orð hans festu rætur í hjörtum margra áheyrenda hans.' Bráðlega fékk nú Frans bæði fasta á- hangendur og lærisveina. Sagan getur ekki um nöfn hinna fyrstu, en sá sem fyrstur vakti almenna athygli þegar hann sneri baki við heimili sínu til þess að fylgja Frans, var Bernhard frá Quin- tavalle. Bernhard þessi var kaupmaður, eins og Frans hafði verið, og sennilega verið líkt um aldur þeirra. Þó er ekki sjáanlegt að þeir hafi verið vinir eða félagar í æsku. Svo virðist að Bernhard fyrst í stað hafi ekki haft mikið álit eða traust á Frans, búist við að kirkjubyggingaráhugi hans og annað sérkennilegt frá þeim tímum væri ekki annað en hugarfluga ríks manns, bóla sem þegar mundi bresta og hverfa. En bráðlega sá hann að hér var alvara að baki og efinn varð að lotningu, undrunin að hrifningu og aðdáun. Bernhard er talinn að hafa sem ungur maður verið allra manna vandaðastur til orðs og æðis, reglumaður mesti og sið- góður. En um trúaráhuga hjá honum er ekki talað frá þeim árum. Það er fyrst eftir að hann kyntist Frans og heyrir til hans að hann fer að finna löngun hjá sér að fylgja honum. Sú löngun varð æ ríkari sem lengur leið, þangað til hann yfirgaf alt og fylgdi horiiím. í gömlurn helgisögn- um er sagt frá því, að Bernhard vildi fá vissu um hvort guðrækni Frans væri hræsni ein og leikaraskapur eða alvara. Bauð hann því Frans að gista hjá sér nokkrum sinnum, þegar hann var á ferð í Assisi. Þáði Frans það með þökkum. Kvöld eitt lét Bernhard búa gesti sín- um sæng í eigin svefnherbergi sínu, og lét loga á náttlampa við rúmið um nótt- ina. Var það siður á betri heimilum. Þeg- ar Frans kom inn í herbergið, kastaði hann sér alklæddur á rúmið og lézt þeg- ar sofna. Skömmu síðar kom Bernhard inn og lagðist til hvíldar. Lézt hann þeg- ar sofna og hraut hátt. Frans hélt nú að Bernhard svæfi sem fastast og fór þá fram úr rúminu og tók að biðja. Bað hann heitt og lengi nætur. Þegar dagur rann, var Bernhard ákveð- irin í að gerast samverkamaður Frans. En hann kom sér ekki almennilega að því, að segja honum það blátt áfram, heldur bað hann ráða í mikilvægu málefni og sagði: »Nú hefir einhverjum verið trúað fyrir verðmætum, sem hann hefir haft í geymslu svo árum skiftir, en vill nú losna við þau, hvernig getur hann farið að?« »Fá þau aftur í hendur þeim, sem hanu. fékk þau frá«, svaraði Frans. »Bróðir minn«, svaraði Bernhard, »alt sem eg á tímanlegra gæða hefi eg þegið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.