Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 52

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 52
144 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Skrítlur. Fyrirspum og svar. Ung aðalsdama tók fyrir að stunda hænsnarækt sér til skemtunar. En áður en liðnar voru margar vikur frá því að hún byrjaði, rak hún sig á eina af gátum náttúrunnar, sem hún gat með engu móti ráðið. Hún settist því strax niður og skrifaði þeim, sem höfðu útvegað henni hænsnin, eftirfarandi bréf: »Á hverjum morgni finn eg tvær eða þrjár hænur liggjandi kaldar og stirðar á jörðinni og með fæturna beint upp í loft- ið. — Getið þér sagt mér, hvað muni vera að þeim?« Skömmu síðar fékk hún þetta svar: »Háttvirta fröken! Hænurnar eru dauðar«. Útlendingur. Kennarinn í þýzkum smáskóla spyr einn af piltunum: »Hvað hét fyrsti mað- urinn?« Drengurinn hugsar sig lengi um og svarar svo: »Karl mikli«. »Hvaða bull er þetta!« segir kennar- inn, »þú veizt þó líklega að Adam var fyrsti maðurinn« — »Já, það er satt«, svarar strákur, — »ef maður á að vera að telja þessa útlendinga«. Þymbmnnurinn. Kenslukonan: Þyrnirunnurinn logaði en brann ekki. — Nú, hvað sagði Guð þá við Móses, þegar hann kom? Þórir litli: Flýttu þér að slökkva. Allur vaiinn góður. Prófessor og ungur kandidat í læknis- fræði eru í sjúkravitjun. Sjúklingurinn er ung og lagleg stúlka. Eftir að þeir hafa rætt við hana og eru að fara, segir pró- fessorinn: »En eitt verðið þér að varast, ungfrú góð, þér megið ómögulega borða altof mikið súkkulaði!« -— Þegar þeir komu út spyr kandidatinn: »Hversvegna . vöruðuð þér hana við að borða súkkulaðir hr. prófessor?« »Læknar verða að taka eftir hlutunum, ungi vinur«, svaraði prófessorinn, — »eg-, tók eftir því, að það lágu nokkuð margar tómar súkkulaði-öskjur undir rúminu hennar«. Nokkru síðar voru þeir í heimsókn hjá öðrum sjúkling, sem einnig var ung og lagleg stúlka, og er þeir voru að fara, sagði kandidatinn: »Nú megið þér ó- mögulega aka of oft í bíl, ungfrú góð!« Þegar þeir koma út spyr prófessorinn nokkuð undrandi: »Hversvegna í ósköp- unum voruð þér að segja stúlkunni að hún mætti ekki aka í bíl ?« — »Nú, eg sá ekki betur, en að það lægi bílstjóri undir rúm- inu hjá henni þessari, hr. prófessor«, svaraði kandidatinn. Fyrir rétti. Dómarinn (áminnir vitnið) : »Þér verð- ið að halda yður við það, sem þér hafið séð sjálfur — annað megið þér ekki segja! — »Nú, hvenær eruð þér fæddur?« Vitnið: »Það má eg ekki segja, hr. dómari, eg sá það ekki«. Akureyri. Prentsmiðja Odds Björnssonar. 1930.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.