Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 35
.
STAKSTEINAR
127
sverðsins. Hertoginn starði forviða á okk-
ur. »Hvað er á seyði? Hvaða herramaður
•er þetta?« spurði hann. »Mr. Dal, eruð
.þér kominn í deilu við þennan mann?«
Áður en eg gæti fengið ráðrúm til að
svara, var hann kominn fast að okkur og
sá nú andlit Frakkans. — »Hvað? Þetta
•er M. de Fontelles!« hrópaði hann undr-
andi. »Mér er sönn ánægja að sjá yður
aftur hér í Englandi! Carford, hér er M.
•de Fontelles kominn — þið voruð víst
kunnugir, þegar hann var hér áður í sveit
franska sendiherrans.... Þér komið með
einhver boð?« Eg hlustaði vandlega eftir
_því, sem orð hertogans fræddu mig um.
De Fontelles hneigði sig djúpt, en ofsi
:hans var enganveginn í rénun, og hann
svaraði spurningum hertogans engu. Her-
'toginn sneri sér að mér og mælti fremur
stygglega: »Þessi maður er vinur minn,
mr. Dal; viljið þér gjöra svo vel að segja
xnér hversvegna hönd yðar var á sverð-
inu?« »Vegna þess að skammbyssan var í
liönd hans, yðar hágöfgi«, svaraði eg.
»Yður virðist vera nokkuð hætt við að
lenda í illdeilum við menn, mr. Dal«,
mælti hann og skotraði augunum til Car-
fords. — »Hvað var ágreiningsefnið ?«
»Eg skal segja yðar hágöfgi frá öllu sam-
-an eins og það bar tik, svaraði eg undir
¦ eins, því eg vissi að ekkert var, sem hægt
væri að gefa mér að sök. »Nei, nei, eg vil
ekki hafa, að neitt sé á það minst!« hróp-
aði M. de Fontelles. »Mig langar nú samt
til að heyra það«, sagði hertoginn þur-
lega.
»Það byrjaði nú þannig«, mælti eg und-
irgefnislega, »að eg sagði við herramann-
inn þarna að eg kynni fjarska lítið í
frönsku, en af kurteisi sinni hélt hann
því fram, að eg mundi kunna hana vel,
það varð til þess, að eg fór að sýna hon-
uni það lítið sem eg kann, og sem dæmi
oeygði eg fyrir hann sögnina J'aime, tu
¦'dimes, il aime. Hann hrósaði þessu mjög
elskulega...«. »Hann gat nú naumast gert
minna«, skaut hertoginn inn í. »Hvern-
ig fór svo ?« »Hann vildi ekki láta þar við
sitja, en vildi láta mig halda áfram með
að sýna lærdominn. En í sömu andránni
varð hann að hlaupa út til þess að jafna
einhvern ágreining, sem orðinn var milli
þjóna hans og gestgjafans; þegar hann
kom inn aftur, stakk hann á sig leður-
veski, sem hafði legið hérna á borðinu, en
fyrst athugaði hann það á þann hátt, sem
ekki hefði þótt kurteislegt hér í Englandi,
þegar þess er gætt, að eg hafði setið einn
hér inni á meðan hann var úti. — Eg
hélt nú áfram með frönskuna, því eg
hugsaði að það gæti skemt honum og
stytt mér stundir á meðan eg með ó-
þreyju beið eftir að fá að þjóna yðar há-
göfgi...«. »Já, já, það er gott, Símon«,
mælti hertoginn brosandi, »en þér skuluð
ekki lengja söguna, til þess að sýna mér
kurteisk. Eg hél-t áfram: »Þá sagði eg
nokkur alveg meinlaus orð á frönsku, en
þau gerðu hann fullkomlega sturlaðan að
því er virtist, því hann stökk upp, skoð-
aði lásana fyrir veskinu og athugaði að
skammbyssan væri í lagi; og að lokum
ætlaði hann með skammbyssu í hönd að
ógna mér til þess að lofa að segja engum
manni frá þessu kynlega framferði sínu
gagnvart mér — því neitaði eg, og'um
það stóð deilan... og eg bið auðmjúklega
fyrirgefningar á, að hún skyldi trufla
yðar hágöfgi«. »Eg er yður þakklátur
fyrir þessa skýringu, mr. Dal«, sagði her-
toginn — »en hvað var það þá, sem þér
sögðuð?« »Aðeins það fyrsta, sem mér
datt í hug. Eg sagði við M. de Fontelles
— eins og eg nú veit að maðurinn heitir
— eg sagði við hann — mjúklega og vin^
gjarnlega: Je viens, tu viens....« Hertog-
inn tók snögt viðbragð og greip í öxlina á
mér. Carford brá einnig. Hann tróð sér
fram við hlið hertogans. — -»Je viens, tu
viens..... Já og nokkuð meira?« hrópaði