Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 12
104 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ínni. Hann gekk til hennar og heilsaði henni. »Komdu sæk. »Komdu sælk. »Ert þú frá Dældum?« »Já«. Hann settist á stein við laugina. Stúlkan var að hamast að þvo, svo að sápan freyddi upp á barma á balanum, en öðru hvoru leit hún snöggvast til gestsins. »Þú ert Guðmundur frá Nausti. Það var fallega gert af þér að koma; pabbi varð því svo feginn«. »Hvað heitirðu?« »Eg heiti Una«. »Og ertu dóttir Randvers?« »Já«. »Þykir þér ekki kalt að þvo úti í frost- inu ?« »Nei, eg er því svo vön«. »Hver ber heim með þér balann?« »Eg geri það ein, —- mig munar ekkert um það; þetta er ekki nema stuttur spöl- ur«. »Viltu ekki að eg doki við og beri með þér balann? Mér liggur ekkert á«. »Það er vandi vel boðnu að neita, en annars kann eg varla við að tefja þig, þú hlýtur að vera orðinn þreyttur og svangur«. »Nei, nei, eg held eg þoli stundarbið«. Una skifti um vatn, gutlaði og vatt þvottinn í ákafa. »Við höfum sézt áður, Guðmundur, — manstu nokkuð eftir því?« sagði hún brosandi, en leit ekki upp. »Nei«, svaraði hann dræmt; »eg held eg muni það ekki«. »Það er varla von, — það var í hitt eð fyrra vor. Manstu ekki eftir að þú fannst hvítan böggul frammi í hólmanum og komst með hann inn í faktorsbúð?« »Jú, eg man það. Varst þú stúlkan í gráu reiðfötunum?« »Já, það var eg; — og þú vildir engin fundarlaun taka«. »Þó það nú væri, að eg færi ekki að taka fundarlaun af þér fyrir ekki meira«.. »Það getur nú verið, en það var fallega gert af þér samt. •—- — Eg man vel eftir þér síðan«. Guðmundur virti Unu fyrir sér. Hún var meira en meðalkvenmaður á hæð og þéttvaxin. Hún gekk rösklega að verki sínu og hann sá sterklega handleggsvöðv- ana hnyklast undir húðinni, þegar hún vatt þvottinn. Andlitið mátti ekki frítt kallast; augnabrúnirnar of litlar og ljós- ar, til þess að svipurinn væri skýr; hún var rauðbirkin og dálítið freknótt og nef- ið var of langt til þess að andlitið sam- svaraði sér vel; en þegar á allt var litið, var ekki hægt annað að segja, en að hún væri geðsleg stúlka og góðleg. »Eg fer nú að verða til«, sagði Una og fór að raða ofan í balann, og að stundar- korni liðnu héldu þau af stað með balann á milli sín. Guðmundi var vel tekið í Dældum og borðaði sig saddan af mjólk- urgraut og hangiketi. Randver hafði búið í Dældum allan sinn búskap og var talinn vel stæður. Jörðin var dágóð, þótt ekki væri hún heyskapar- mikil, en það bætti um að beitiland var ágætt í stuttum dal, sem skarst suðvestur i heiðina; þar voru beitarhúsin. Baðstofan í Dældum var fremur lítil, aðeins tvö stafgólf, en inn af henni var rúmgott herbergi, sem síðar hafði verið byggt; þar voru tvö rúm og þar sváfu gömlu hjónin og Una. Herbergi þetta var æfinlega kallað »húsið«. — út úr baðstof- unni var annað lítið herbergi, nýlega bygt, sem kallað var »litla húsið«, og þar lá Jóhannes með fótinn reifaðan í um- búðum. Á heimilinu voru þá ekki nema hjónin og systkinin tvö, en á sumrin var vant að taka eina kaupakonu og smala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.