Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Page 6

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Page 6
148 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ■ofan og háttaði. Hann lá lengi vakandi, en sofnaði fast að lokum. Undir morgun- inri dreymdi hann, að Schultze gamli kœmi til hans. Hann var sjóblautur, en brosti alvarlega. »Ég varð þá á undan þér, Ásgeir! — Við erum báðir væringjar fyrir Guði, drengurinn minn«. Langt norðvestur í hafi varpaði Þorratunglið daufum töfrabjarma á víða og djúpa gröf erlends væringja. II. » Vorsólin flæddi niður yfir BjÖrgvin. Sandvíkurfjall og Flaugarfjall blöstu við kvöldsólinni, og græðiskógurinn í Skriðudalnum og hlíðunum beggja meg- in varð einkenniJega eirrauður á lit, og topparnir blik.uðu eins og lýsigullskyndl- ar. Inn til ísdaJsins að sjá vac skugga- blátt og svart, en Álreksstaðafjall var sólblettótt að vestanverðu. Hinum megin dalsins var Laufstakkur forkunnar fag- ur. Nýlaufgaður skógurinn var gullinn til að sjá, og hafði hver lauftegund sinn sérstaka litblæ. Reykurinn úr kvöldlest- inni bugðaði sig upp eftir dalnum og hvarf áleiðis til óslóar. Flaugin benti í V. S. V. Vindurinn var logn. Það hafði lygnt með kvöldinu, og loftið var kyrrt og hlýtt. Askey lokaði sólroðnum firðinum að sunnan. Stórt farþegaskip, með þremur rauðum rönd- um á reykháfnum klauf gullbrána með hvítan foss fyrir stafni. Það var eitt Stafangurskipanna. Næturskipið. Flóaj- og fjarðarbátarnir brunuðu þveran Bæj- arfjörðinn úr öllum áttum og óteljandi vélbátar skáru straumröst þeirra þvers- um eins og vefskyttur -—- með landi fram. úti á firðinum blikaði á tvö til þrjú logndauð segl. Það voru lystisnekkj- ur, sem höfðu orðið of seinar til lands i kvöldblænum. Kvöldkyrrðin strauk mjúkri hönd sinni yfir sæ og land og bæjarkliðurinn smáþagnaði. Utan frá hafnarbryggjun- um heyrðist þó ennþá ískur og vélaskrölt og hávaði. Þar bærðist lífið í þungum sogum daga og nætur. Skipakomur voru geysi miklar. Björgvin var einasta höfn- in á vesturströnd Norðurálfu, sem enn var opin reglubundnum siglingum. Þessi borg var höfn heimsins um þær mundir, og þaðan dreifðu svo járnbrautirnar ferðafólki, pósti og flutningi út um allan heim. Það létti sýnilega yfir hinum erlendu ferðamönnum, er þeir komu úr hættum hafsins og óvissu inn í skerjagarðinn norska og að lokum inn í hina friðsam- legu og öruggu höfn Björgvinjar. Það var eins og lyft væri fargi af þessum mislita lýð, er streymdi af skipsfjöl á land og dreifðist um allan bæinn, svo að öll gistihús voru troðfull, og ferðamenn urðu jafnvel að gista á biðstofum járn- brautanna og í öllurn svefnvögnum með- an beðið var. Þar ægði öllu saman, kyn- flokkum og tungumálum. Gulum, brún- um, bleikum, svörtum, bláeygum, svaid- eygum, brúneygum, skáeygum. Háralit- ur og háralag tallausra þjóða og kyn- flokka og tungumálin hreinasta Babel. Björgvin skifti algerlega um lit við hverja komu skipanna frá Englandi. Há- vær og glaðvær alþjóðabragur hvíldi yf- ir borginni nokkrar klukkustundir. Ferðafólkið var eins og leyst úr álögum. En þó hrukku sumir við og litu í kring um sig á götuhornunum, eða gutu flótta legu hornauga inn í skuggalegar hliðar- götur og þröngar. Allstaðar gat verið ó- vinum að mæta. Hættan vofði allsstaðar yfir. Hún smaug í kjölrás skipanna. Sveif hátt í lofti yfir höfðum þeirra. Fólst í lítilli sprengju einhversstaðar innan um farminn — eða í smergil- svarfi, sem blandað hafði verið í smum-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.