Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 7
ÁSGEIR UNGI 149 ingsolíuna í gufuvéla-skrokknum, svo bullan tók að verða óþétt eftir nokkurra klukkustunda ferð. Svo jókst lekinn, unz vélin hætti að hreyfast. Skipið stöðvað- ist. Og svo komu kafbátarnir! — Hættan gat mætt manni, hvar sem var. í njósn- araugum á strætum og gatnamótum — jafnvel hérna í Björgvin, borg friðar- ins og fegurðarinnar. — — — Utan Þýzkubryggju kom ungur maður siglandi gegnum mannþröngina. Upplits- djarfur og glaður á svip. Áhyggjulaus. Hann átti bersýnilega sjálfan sig og ekkert annað. Æsku sína og lífsgleði. Yfir honwn hvíldi enginn skuggi ótta né skelfingar. í kjölfar hans sigldi eng- inn dulbúinn óvinur. Hann var fleygur og frjáls. — Ásgeir ungi brosti og blístr- aði lágt og glaðlega íslenzkan lagstúf: »Allar elfur vaxa«. — Vorið var að koma. Það lá í loftinu. Hann var líka glaður. Allt gekk að óskum og heimur- inn var stór og víður og dásamlegur. Ásgeir var að koma frá skrifstofu B. D. S. — farþegadeildinni. Þar var hann nú fastráðinn þjónn á 1. farrými á hinu nýsmíðaða farþegaskipi félagsins, »,M- piter«, sem nú lá tilbúið í Gautaborg. Skip þetta átti nú að setja í vikulegar Engiandsferðir — Björgvin — New- castle. Og með morgunlestinni 8.15 átti öll skipshöfnin að leggja á stað til Gautaborgar og sækja skipið. Ásgeir ungi kippti höndunum upp úr frakkavösunum og smellti fingrunum út í loftið á báða bóga og blístraði hátt. Hár og þrekinn lögregluþjónn nam stað- ar hinum meginn við götuna, sneri sér við og leit hvasst á hann. Ásgeir fann aug-naráðið, leit við, bar hendina upp að húfunni og brosti. Lögregluþjónninn svaraði kveðj unni og hélt svo áfram út eftir. Það var ekkert athugavert við þennan unga og laglega pilt — nemá æskan tóm. Og lögregluþjónar hafa líka verið ungir. Ásgeir ungi gekk beint á skrifstofu »Dagblaðsins. Hann vissi, að Björn Bergss hafði næturvöku þessa vikuna. Ásgeir hafði leitað til hans, undir eins og hann kom til Björgvinjar, ókunnug- ur og félítill, og Björn hafði svo útvegað honum þessa stöðu hjá Björgvinjar Eim- skipafélaginu. Og nú var allt klappað og klárt. Húrra! Ásgeir átti bágt með að halda sér við jörðina. Á morgun með járnbrautinni yfir fjöll og firnindi upp á milli jökla og reginfjalla og svo til óslóar og alla leið til Svíþjóðar! Og síð- an sjóleiðina þaðan og til Björgvinjar, með nýju, skrautlegu farþegaskipi! Stærsta farþegaskipi félagsins! Og svo til Englands í næstu viku. Newcastle on Tyne. — Tínarsmiðjur! Þar sem »stáls- ins steypireyður stingur sér hið fyrsta kaf«. Húrra! Húrra! Og Ásgeir ungi smellti fingrum á ný og heilsaði öðrurn lögregluþjóni og af- vopnaði hann með brosi sínu og æsku. •—- Lífið var tra-la-la! Já, svo sannarlega var það það! — Átján ára og kvöldsól og »Júpíter« og jöklar og járnbraut og Tínarsmiðjur! Hamingjan góða. En hve það var dásamlegt að vera til! Að lifa! Já, Guð blessi Drottinn! Hve þetta var dásamlegt allt saman! — — — Björn Bergss sat með símaklafann á höfðinu og »tók ósló«, þegar Ásgeir kom inn. Hraðritarinn var ekki kominn. Klukkuna vantaði 10 mínútur í níu. Einkafréttaritari »Dagblaðsins« í ósló hafði óvenju miklar fréttir, og tíminn var stuttur. Björn benti Ásgeiri á sæti, en sleppti þó ekki blýantinum, fyrr en hlé varð á fréttunum. En þá var líka hraðritarinn kominn og tók við. Hraðritarinn var ungur maður og glaðlegur. Hann kom blísti’andi inn og bauð gott kvöld og tók svo að tína upp-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.