Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Side 10
152
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
menna á rauða jörð. Þetta var allt svo
hversdagslegt og gætti svo lítið. Aðaltíð-
indin bárust nú frá hafinu. En þau komu
aðrar leiðir, úr ýmsum áttum, og voru
seinfærari.
Björn Bergs sat með símann og blý-
antinn hvíldarlaust i fullar tvær klukku-
stundir. En inn á milli og meðfram
hvarflaði hugur hans til unga piltsins,
sem var nýfarinn. Honum var svo annt
um þennan pilt. Þótti reglulega vænt um
hann eftir þennan stutta viðkynningar-
tíma. Hann var svo ungur og glaður og
— íslenzkur. Minnti svo lifandi á allt
það, sem Björn Bergss saknar mest á
þessum árum. Og hann var hræddur um
þennan unga pilt, sem elskaði sjóinn og
þráði hættuna. Nú var hann rétt að
byrja lífið, en stefndi þó bjarteygur og
brosandi beint út í opinn dauðann! öll
höf voru hyldjúp af hættum. Og þá ekki
sízt Norðvj)'sjórinn! Hann var einmitt
»hin djúpa dauðra gröf«, þótt grunnur
sé. — Ennþá var öruggasta leiðin með
farþegaskipunum milli Björgvinjar og
Newcastle. Þess vegna hafði hann komið
Ásgeiri að hjá B. D. S. Og pilturinn
hafði í rauninni verið stórheppinn.-------
»Halló! Já, »Dagblaðið« hérna! Sæil
Sundvor! Já, þakka þér fyrir! Tilbúinn!
— Hvað, — núna í kvöld! Já: — »Merk-
úr«, B. D. S. — 12 sjómílur V.S.V. af
Marsteini, — skotinn í kaf — sökk á
þrem mínútum, — tveimur mönnum
bjargað af »Leda«. — Er »Leda« ný-
komin? — Þakka þér fyrir, Sundvor!
Ég skal síma um borð í »Leda« og spyrj-
ast fyrir eða senda »snápinn« úteftir. —
Annars allt með kyrrum kjörum á göt-
unum? — Ekki það. — Jæja. Góða nótt!
Beztu þakkir! Líttu inn seinna í nótt!«
»Halló, halló! — Hvað? — Lögreglu-
varðstöðin á Naustum? — Já, »Dagblað-
ið« héma! — Ha! Eruð þið búnir að kló-
festa hann, loksins! — Með næturlest-
inni á Finse? — Marghleypu, sært tvo
lögreglumenn. Kemur hingað kl. 11.15,
Gott! — Þökk! Góða nótt!«
Ritblýið þaut yfir arkirnar, og arkirn-
ar fuku inn um hleraopið og beint í gin-
ið á setjaravélunum. Fingur vélsetjar-
anna kapphlupu yfir stafborðið. Stafa-
mótin féllu í þéttum, óslitnum málm-
straum og mynduðu línur, og línui’nar
steyptust í glóandi málmbráðið og röðuð-
ust í dálka, og heitir dálkarnir fylltu
smám saman leturborðið. Svo komu próf-
arkirnar af dálkum, heilum síðum, önnur
próförk og þriðja af ritstjórnargreinum
og mikilvægum fréttum og ritgerðum.
og bráðum var »fyrra foi’mið« tilbúið.
— Greininum »Merkúr« var tvídálkuð og
»tviskotin«, með feitletruðum fyrirsögn-
um. Þetta voru bæjarnýjungar, og »Dag-
blaðið« var einasta blaðið, sem hafði náð
í þær þá um nóttina. — Nú varð hlé í
símanum. Fólk virtist loksins þurfa að
sofa. Klukkan var fjögur. — Björn
Bergss rétti úr bakinu og tók ritvélina
til að hvíla fingurna. En hugur hans var
alltaf hjá Ásgeiri unga: — Var það ekki
glæpur og synd að senda þennan ungling
út í annað eins víti og Norðursjórinn var
nú orðinn! Og nú hríðversnaði með degi
hverjum. Nú varð fáum eða engum
bjargað. Sökkt jafnt farþega- sem flutn-
ingaskipum — fyrirvaralaust! Það hefði
verið réttara að koma piltinum að á
stóru gistihúsi í Björgvin eða Osló. —
En hann vildi endilega á sjóinn! Hann
hló að hættunum! Þurrkaði þær út með
björtu brosi. — Basta. —
»Á sjónum drepa þeir þúsundir«, sagði
hann og hló, »en hundrað þúsundir á
landi! Hver veit nema það færi fyrir
mér eins og karlinum, sem lá sjálfdauð-
ur í rúmi sínu einn morgunn, er hann
vaknaði! — Sá drukknar ekki, sem á að
hengjast!« — Og svo hló Ásgeir ungi