Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Qupperneq 11

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Qupperneq 11
ÁSGEIR ungi 153 þennan bjai’ta hlátur, sem enginn gat staðizt.--------- — Dagarnir liðu og urðu að vikum. Og vikurnar urðu að mánuðum. Sólbjart- ir dagar og sumarhlýjar nætur. En skuggi ófriðarins varð lengri og svart- ari með degi hverjum. Norðursjórinn varð að einni heljargröf endanna á milli. Ásgeir ungi varð fljótt leiður á New- castle-ferðunum. Hann þráði sífelldar til- breytingar, en þessar ferðir voru það sama upp aftur og aftur. Viku eftir viku. Nú kunni hann bæði Björgvin og Newcastle utanbókar. En heimurinn var miklu stærri! Hann varð að sjá og reyna miklu fleira! — Björn Bergss þraut- reyndi að telja um fyrir honum og fá hann til að setjast að í landi. En það stoðaði ekkert. Eftir þriggja mánaða Englandsferðir var Ásgeir ungi orðinn þjónn á 3000 smálesta flutningaskipi frá Stafangri. Og mi kom hann út í lífið og dauðann í fullri alvöru. Dauðinn var daglegur gest- Ur, hvar sem litið var. ógnir og skelfing- ar urðu hversdagslegar. Aðeins dálitlar torfærúr á braut lífsins. Lífið og dauð- inn héldust í hendur á þeim árum. Og bæði stefndu í sömu áttina. — En himin- inn var alltaf »heiður og blár« yfir höfði Ásgeirs unga. Bros hans sópaði öllum skýjum á brott. Einn morgun snemma stóð hann alls- iaus á skrifstofu »Dagblaðsins«. Skipinu hafði verið sökkt í Norðursjónum nótt- Jna áður. Mannbjörg hafði orðið með naumindum. Ásgeir var nýháttaður og hjargaðist í nærfötunum einum. Hann brosti: — »V!ð fáum fullar skaðabætur úr styrj- aldarti-yggingunni. Ég fæ 500 krónur og alfatnað auk kaupsins!« — Hættuna ftefndi hann ekki með einu orði! — Svo gekk hann raulandi út í morgunsólina 0g borgina.---------- Björn Bergss sat lengi hugsi og gleymdi að fara heim. Gleymdi svefni og þreytu. Inn í huga hans smaug vitundin um gamla útlendinginn, sem hvarf fyrir borð af íslenzkum togara úti í hafi. Og Björn heyrði orðin, sem hann sagði við Ásgeir í draumi nóttina eftir: »Ég varð þá á undan þér, Ásgeir, — drengurinn minn!« Á andan þér! Birni Bergs varð einkennilega þungt um hjarta. III. Norðursjórinn var allur eins og bráðið gull sunnan frá Goodwin Sands og norð- ur að Hjaltlandi. Einn sólfágaður spegill, 1200 km. langur og liðlega 700 km. breiður frá St. Abb’s Head og austur að Hanstholm. Hingað og þangað á þessum risaspegli sáust skipin eins og stórar og smáar flugur, sumar lifandi, aðrar dauð- ar. En smám saman hvarf þetta allt inn í sólblámann, er breiddi glitmóðu yfir allan sjóinn. Hver skyldi geta trúað því í dag, að þessi töfraspegill hefði undanfarna mán- uði verið einn hversjóðandi vítisgeimur, er gleypt hafði hundruð skipa og þús- undir sjómanna! Undir þessum blikandi fleti lágu kafbátarnir þýzku á verði, smugu tundurduflabeltin eins og kvíaær gaddavírsgirðingu og leyndu sér í The Pits, þar sem sjórinn var grunnur. Sjáv- arbotninn var þakinn sokknum skips- flökum. Sumstaðar stóðu möstur og og reykháfar upp úr sjónum á fjöru. Ásgeir ungi horfði hugfanginn út yfir hafið. Hvílíkur dagur! »Langfonn« var nú kominn í landssýn af Hjaltlandi, fyrsta landið sem hann hafði augum lit- ið, er hann kom að heiman fyrir liðugu misseri. »Langfonn« hafði komið sunnan allan 20

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.