Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Page 21
MONA
163
■— en þú ert nú það eina sem ég á, og
-— ég get ekki farið héðan og látið þig
vera eftir — ég get það sem sagt ekki
■----það er ómögulegt, allsendis ómögu-
legt«.
»En ef þeir þröngva þér til þess, ósk-
ar?«
óskar hlær óviðfelldið.
»Þröngva mér! Það þarf enginn að
láta þröngva' sér, ef hann aðeins hefur
kjark!«
»Kjark?«
»Já, kjark, — skilurðu ekki, hvað ég
ætla að segja þér, Mona? Fyi’st hugði
ég, að þú mundir ef til vill verða hrædd
og falla í yfirlið og jafnvel telja mig á
að hætta við fyrirætlun mína, og þess
vegna ákvað ég að skýra þér ekki frá
hehni. En þegar skipunin kom í gær-
kvöldi, sagði ég við* sjálfan mig: »Nei,
hún er ekki eins og margar aðrar stúlk-
Ur. Hún er hraust og mun skilja, að
þetta er eina leiðin, sem ég get farið«.
Mona þykist vita, hvað hann ætlar að
Segja, og lijarta hennar fer að slá örar
en hún segir aðeins:
»Segðu mér það. Það er betra að ég
viti það, óskar«.
Hann di’egur stólinn nær henni og
talar í hálfum hljóðum, eins og hann
óttist, að veggirnir hefðu eyru:
»Þegar þú horfir eftir mér á morgun
verð ég farinn, — skilur þú mig nú? Far-
mn! Ég er kominn hér í kvöld til að
kveðja þig. Það er í síðasta skipti, sem
við sjáumst, Mona«.
Hann lítur á hana og heldur að hún
^uni hreyfa andmælum, ef til vill hljóða,
en augu hennar ljóma.
Allur sá sársauki, sem hugsunin um
að verða að skiljast við hann hefur vald-
henni, er allt í einu horfinn.
»Óskar«, segir hún, »heldurðu ekki, að
það verði álíka örðugt fyrir mig,--------
að verða hér eftir, þegar þú ert — —
f arinn ?«
Tárin koma fram í augu Óskars, því
að holdið er veikt, og honurn hitnar um
hjartarætur.
»Hvað mundi verða af mér, þegar þú.
ert hér ekki lengur, óskar?«
»Segðu þetta ekki, Mona«.
»En ef — ef það er óhjákvæmilegt,
að þú farir burtu, ef ekki er um neitt
annað að gera, ■—- — — gætum við þá
ekki orðið samferða?«
»Samferða?« hann lítur rannsakandi
í geislandi augu hennar.
»Áttu við....«
Hún tekur um hönd hans. Hendur
þeirra beggja titra.
»óskar, mannstu eftir bardaganum
milli nautanna, — • þegar þau gömlu
vildu ekki láta hið unga lifa, og það varð
að....«
Hún lýtur höfði. Hann dregur andann
stutt og ótt. Hún rennir augunum upp
og horfir á hann. Þau standa þögul eitt
augnablik; svo segir hann:
»Guð minn góður, Mona! Átfcu við
það? Er mögulegt að þú eigir við það?«
»Já«.
Og svo ségir hún honum allt saman,
alla þessa miklu, guðdómlegu, heimsku-
legu fyrirætlan.
Hann grípur andann á lofti, og eftir
því sem draumur hennar skýrist fyrir
honum, verður bjartara yfir svip hans.
»Virðist þér þetta auðvirðilegt og
heimskulegt, óskar, að við af frjálsum
vilja gerum hið sama og hann gerði til
að frelsa heiminn frá öllu þessu hatri
og allri þessari beiskju?«
óskar lyftir höfði og augu hans eru
full af tárum.
»Nei, nei! Því að guð er sannarlega í
himni sínum, Mona«.
Þessar tvær ungu verur setjast nú
hlið við hlið, taka saman höndum og tala
21*